Monthly Archives: desember 2004

Wine Spectator Top 100 2004

Meira af Wine Spectator

Já ég veit… ég er búinn að vera að gagnrýna þennan „Top 100“ lista frá Wine Spectator – en get samt ekki látið það vera að benda þar á tvö vín sem Vín & Matur flytur inn.

Annað þeirra er hið ástralska Struie 2002 frá framleiðandanum Torbreck. Torbreck er einn allra heitasti framleiðandi Ástralíu og hefur t.d. eitt vína hans, Run Rig 2001, fengið hæstu einkunn sem ástralskt vín hefur hlotið í Wine Spectator. Tvö vína hans fengu nýverið 99 stig hjá Robert Parker. Öll eru þau flutt inn af Vín & Mat en fást aðeins í sérpöntun.

Hitt vínið á listanum er frá Toskana. Castello di Querceto – Chianti Classico Riserva 2000 kemur til með að fást í Vínbúðum 1. mars á þessu ári. Þetta er annað árið í röð sem þetta vín kemst á þennan eftirsóknarverða „Top 100“ lista.

Færðu inn athugasemd

Filed under dómar, wine spectator