Monthly Archives: apríl 2005

Basílikutómatapasta

Pasta della casa.

Þetta er sannkallaður réttur hússins á mínum bæ, einfaldur og ferskur. Flest ítölsk hvítvín henta vel þótt það sé óþarfi að vera með einhverja bolta með þessu… en ítölsk hvítvín eru það reyndar yfirleitt aldrei hvort sem er. Einnig ung, létt og sýrurík rauðvín – ekki tannísk. Þegar ég hafði hann um helgina drukkum við reyndar 2002 Von der Fels frá Weingut Keller sem er trocken (þurrt) útgáfa af Riesling þrúgunni – vottar af sætu í nefi og eftirbragði en er þó þurrt og mjög ferskt (freyðir örlítið í glasinu).

500gr spagettí
10 meðalstórir tómatar (þroskaðir)
1 basilikuplanta eða svo
ca. 150gr ostur (eftir smekk)
5 hvítlauksrif (eftir smekk)
2msk salt og pipar (já, slatti af hvorutveggja)
1 dl ólífuolía

Setja olíuna í skál og saxa hvítlaukinn, basilikuna, tómatana og ostinn útí – í þessari röð. Salta og pipra og hella yfir soðið pastað. Tilbúið !

Við notum oftast einhvern heimilisost t.d. gouda því hann er bragðmikill en ef notaður er mozzarella, sem væri týpískast og hugsanlega best, þá þarf að salta enn meira.

þeir sem vilja drekka Keller „Von der Fels“ með þessum rétti verða þó að tala við mig því vínið fæst ekki lengur í Vínbúðunum vinogmatur@internet.is.

2 athugasemdir

Filed under keller, matur, uppskrift