Ítalíuheimsókn – Dagur IIa

Toskana – Fontodi

Ívar á La Primavera var búinn að segja mér frá heimsókn sinni til Fontodi síðastliðið haust ásamt Leifi og Jamie Oliver og lýsa yfir aðdáun sinni á bæði vínum og víngerð. Ég hafði oft smakkað vínin áður og keyrt um sveitirnar í kring en aldrei heimsótt framleiðandann sjálfan. Ívar hafði rétt fyrir sér.

Fontodi er 100% lífrænn framleiðandi þótt það komi aðeins fram á ólífuolíunni þeirra. Sjálfsþurftarbúskapur er hugsjón, t.d. eru nautgripir ræktaðir neðst í dalnum þar sem vínviður dafnar illa – til að metta eigendur og starfsfólk og til að búa til náttúrulegan áburð.

Conca d’Oro (gulldalur) er heitið á skál-laga hlíðunum er teygja sig suður af bænum Panzano og er eitt besta „cru“ Chianti Classico. Giovanni Manetti benti í áttina að dalnum… allar vínekrurnar þar voru hans fyrir utan lítið frímerki neðst í dalnum sem tilheyrir hinum góða Rampolla.

Til að forðast að þvinga vínið áfram með slöngum og dælum þegar vínið er búið til byggir ný og glæsileg víngerð Fontodis á þriggja hæða þyngdarlögmálskerfi. Þrúgunum er hellt inn efst, gerjaðar á hæðinni fyrir neðan og renna svo niður í kjallarann þar sem þær eru settar á eikartunnur.

Við smökkuðum m.a. Flaccianello 2004 (100% Sangiovese) úr tunnu, tveimur tunnum réttara sagt – báðar voru nýjar, franskar „barrique“ eikartunnur en önnur var meðalristuð og hin ekkert ristuð. Gaman að finna hversu mikill munur var á sama víninum úr sitt hvorri tunnunni og sýnir það hversu stóra rullu tunnan spilar í að móta karakter vínsins.

Og hvað þýðir Fontodi ?

Font = gosbrunnur, odi = Óðinn, m.ö.o. Gosbrunnur Óðins … já, forfeður okkar fóru víða.

Giovanni þurfti að keyra 10 tíma til Vínar þar sem Vínsambandið í Chianti Classico var með kynningu en sendi okkur Rakel í hádegismat, í boði hússins, á virkilega góðan veitingastað í grenndinni; Locanda Pietracupa.

Antipasto:
– Rakel; Sformato di carciofi (þistilhjörtumús) con salsa al burro (smjörsósa)
– Arnar; Millefoglie di Pate di fegatine al vinsanto con gelatine (útfærsla á crostini toscani þ.e. brauð með kjúklingalifrapate)

Primo:
– Rakel; Tagliolini (pasta) ai fiori di zucca (kúrbítsblóm) e tartufo
– Arnar; Piccione (dúfa) con vinaigrette tartufate (trufluediksósa)

Vín:
– hvítvínið Palagetto – San Gimignano… ferskt og gott en bara eitt glas enda keyrsla og meira smakk framundan…

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, chianti classico, ferðalög, fontodi, veitingastaðir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s