Ítalíuheimsókn – Dagur III

Le Marche – Umani Ronchi

Við ákváðum að eyða heilum degi með Umani Ronchi enda höfðum við aldrei komið áður til Ancona og Umani Ronchi einn okkar mikilvægasti viðskipavinur. Grand Hotel Palace er við höfnina og sótti Gianpiero okkur þangað kl. 9.30 þaðan sem leiðin lá til vínekranna í Castelli di Jesi þar sem Umani Ronchi framleiðir Verdicchio hvítvínin sín, m.a. Casal di Serra. Hittum þar yfirmann vínræktarinnar (agranomista) Luigi Piersanti og hann fór með okkur í bíltúr þar sem við urðum m.a. vitni að fyrstu blómunum springa út þennan dag 24.maí – af Chardonnay-kyni, Verdicchio springur út síðar.

Arnar og GianpieroHádegisverður samanstóð af trittico á veitingastaðnum Il Maresciallo (Marskálkurinn) en það eru þrír pastaréttir hver á eftir öðrum a) ravioli burro salvia b) tortellini al ragú c) tagliatelle all’anatra (önd)… úff ! Bara drukkið gosvatn enda vínsmökkun framundan. Veitingastaðurinn var stór og bjartur en andrúmsloftið var dæmigert cucina casalinga – eins konar framlengin á eldhúsi fjölskyldunnar sem bjó í sama húsi… enginn matseðill.

Fórum síðan í höfuðstöðvarnar þar sem eru skrifstofur, vínframleiðsla og lager. Þar hittum við eigandanna Dr. Massimo Bernetti. Umani Ronchi er nýbúinn að byggja Cantinu sem hýsir um 500 eikartunnur (aðrar 500 eru geymdar annars staðar) og er hún nútímalega hönnuð flott með fullkomnu kælikerfi – var fjallað um hana í tímaritinu Architectural Digest. Þar smökkuðum við okkur í gegnum nokkur vínanna og komu tvö vín sérstaklega skemmtilega á óvart; Montepulciano d’Abruzzo (U.R. framleiðir langmest af þessu basic-víni eða 2.000.000 fl., um helmingur heildarframleiðslunnar) og Lacrima di Morro d’Alba sem er sjaldgæft og ilmríkt rauðvín er minnir á Moscato. Drukkum líka 2001 Cumaro sem var einstaklega flott. Einnig var ég hrifinn af ódýru hvítvínunum. 2004 er málið. Dr. Bernetti kíkti svo á okkur og sötraði hvítvín meðan við smökkuðum og spjölluðum.

Um kvöldið kíktu Michele Bernetti, framkvæmdastjóri og sonur Massimo, og Gianpiero til okkar á hótelið til að kasta á okkur kveðju áður en við vorum keyrð á veitingastaðin Da Emilia í litlu sjávarþorpi, Portonovo, um 15 mín suður af Ancona þar sem okkur var boðið upp á endalaust mikið af mismunandi matreiddum fiski skoluðum niður með Casal di Serra 2003… og súkkulaðikaka með heimalöguðum myntuís á eftir. Enginn matseðill var á staðnum og létum við valið alfarið í hendurnar á mjóa og gamla þjóninum (eigandi ?) sem hljóp á milli borða eins og hann ætti lífið að leysa… eina skiptið sem ég sá hann hægja á sér var þegar hann skammtaði okkur skelfiskspagettíið af mikilli nákvæmni og alúð.

Við fengum einstaklega góðar og vinalegar móttökur hjá Umani Ronchi og áttum þar stórkostlegan dag.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, ferðalög, umani ronchi, veitingastaðir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s