Ítalíuheimsókn – Dagur IVa

Umbria – Arnaldo Caprai

Við komum til Caprai kl. 10.00 eftir 2.5 tíma keyrslu frá Ancona. Sól og blíða eins og var reyndar alla ferðina. Það var mikið um að vera hjá Caprai því á sunnudeginum eftir áttu þau von á 5.000 gestum í mikið húllumhæ sem haldið er einu sinni á ári og felst í göngutúr um vínekrurnar, vín og mat og tónlistarflutningi af ýmsu tagi. Þennan sunnudag er reyndar svokallaður Cantine Aperte dagur á Ítalíu þar sem fólk er hvatt til að heimsækja vínframleiðendur út um allt land en hjá Caprai er dagurinn sérstakur. Svo er líka verið að stækka húsið talsvert.

Roberta Cenci tók á móti okkur og leiddi okkur um nálægar vínekrur. Caprai er einhver flottasti framleiðandi Ítalíu þegar kemur að ekki bara gæðum heldur líka tilraunastarfssemi og rannsóknum á öllum mögulegum hlutum er varða vínrækt, ekki síst Sagrantino þrúgunni. Með stuttu millibili sá maður t.d. Sagrantino þrúgu sem hafði verið strengd upp á mism. hátt í mism. hæð, með mism. þéttleika og á mism. jarðvegi.

Síðan var kíkt á framleiðsluferlið og loks smakkað. 2002 var ekkert 25 Anni framleitt en í staðinn lítið magn af Collepiano. Collepiano 2002 var einfaldlega mjög gott og ekki mikið síðra en 2001 þótt stíllinn væri annar. Við smökkuðum öll vínin nema sætvínið sem var uppselt enda aðeins gert á nokkurra ára fresti, næst verður það 2003 árg. og kemur hann á markað 2006… það verður eitthvað magnað. Einu sinni voru öll Sagrantino vín sæt og var það með tilkomu Caprai sem fyrstu þurru vínin litu ljós svo um munaði.

Hittum Marco Caprai og gáfum honum bók um Ísland.

Caprai er frumlegur hvað markaðssetningu varðar. Vefsíðan er í meira lagi sérstök og svo gefa þau út bæklinga og bréf af ýmsu tagi t.d. mjög skemmtilegt dagblað sem inniheldur ýmsan fróðleik og greinar er tengjast framleiðandanum.

Eftir heimsóknina kíktum við í nágrannabæinn Bevagna sem er mjög fallegur og vel varðveittur og nörtuðum í samlokur áður en haldið var lengra.

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, caprai, ferðalög

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s