Ítalíuheimsókn – Dagur VIb

Piemonte – Luciano Sandrone

Rúnturinn til Sandrone frá Amedei var lengri en ég gerði ráð fyrir og mættum við ekki fyrr en rétt undir 17.00 þrátt fyrir að hafa mælt okkur mót kl. 15.00. Það gerði þó ekkert til, Luciano og Barbara dóttir hans voru pollróleg yfir þessu.

Luciano Sandrone er stórgerður maður sem gerir fínleg vín. Barolo vínum er stundum líkt við Búrgúndí en mörg þeirra vína sem ég hef smakkað af nýja skólanum frá svæðinu eru þó mun kröftugri og karlmannlegri – væri frekar hægt að líkja þeim við Bordeaux. Barolo vínin frá Sandrone eru þó hins vegar hiklaust „Búrgúndí“… hann segir það sjálfur.

Fjölskyldan býr í sama húsi og víngerðin. Þetta er nýtt og afar glæsilegt hús sem er ekki beinlínis týpískt ítalskt heldur minnti mig einhverra hluta vegna frekar á Kaliforníuvínhús, nútímalegt en umfram allt fúnksjónalt… kannski áhrif frá S-Ítalíu eða Spáni.

Allavegana… þarna sameinast virðing fyrir hefðunum og nútímaleg hugsun sem hvergi annars staðar. Allt ferlið fer eftir þyngdarlögmálinu þ.e. þrúgunum er keyrt efst í húsið þar sem þær renna ofaní í gerjunartanka og þaðan á hæðina fyrir neðan í tunnurnar. Nýjasti hluti hússins var enn í byggingu og sáum við hvernig hvert herbergi er byggt innan í öðru stærra herbergi svo að bilið þar á milli veiti 100% jafna kælingu, eins konar hús í húsi. Frönsku barrique eikartunnurnar sem Sandrone notar eru svokallaðar No Toast þ.e.a.s. þær hafa ekkert verið ristaðar svo að vínin verði aldrei kaffærð í eik. Hann var eini framleiðandinn sem við hittum á þessu ferðalagi sem notar slíkar tunnur eingöngu… allir aðrir voru með Low Toast eða Medium Toast.

Síðan smökkuðum við með Luciano gegnum línuna og kvöddum með leiðbeiningar um góðan veitingastað, Le Torri í kastalaþorpinu Castiglione Falletto:

Antipasto:
(Arnar) La carne cruda e la salsiccia di Bra
(Rakel) Le verdure di mezza primavera ripiene e salsa al basilica

Primo Piatto:
(Arnar) I gnocchi di patate al castelmagno d’Alpeggio
(Rakel) I tajarin al ragú di salsiccia di Bra

Vín:
hvítvínið Langhe Bianco 2001 frá Scavino sem var einstaklega gott og ferskt með góða mýkt og fyllingu, bragðmikið með keim af smjöri, ananas, salvíu og kiwi m.a.

Maturinn var góður en ég verð að segja að hráa kjötið (cruda) sem ég fékk í forrétt var ekkert í líkingu við þunnt og elegant nautacarpaccióið á La Primavera heldur stærðar kjöthrúga sem leit út eins og búið væri að hvolfa úr nautahakkskjötpakka á disk og … thats it ! Ég var eins og tryllt ljón að reyna að koma öllum þessu hráa kjöti oní mig. Þegar við báðum um reikninginn var okkur tjáð til óvæntrar ánægju að Luciano Sandrone hefði boðið okkur þessa máltíð…. af hverju hafði ég ekki pantað Barolo ?! urrr….

Hótelið var síðan lítið en stórglæsilegt fjölskylduhótel Casa Pavesi (Heimili Pavesi fjölskyldunnar) í kastalaþorpinu Grinzane Cavour en því miður gátum við lítið notið þægindanna og verandarinnar með útsýninu yfir Barolosveitirnar því við þurftum að vera í Alto Adige kl. 10.00 morguninn eftir… 5 klukkutíma í norðaustur.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under amedei, ítalía, ferðalög, hótel, luciano sandrone, matur, veitingastaðir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s