100% lífræn vín

Það er ekkert sérstakt keppikefli hjá mér að flytja inn vín sem eru lífræn. Góðir framleiðendur eru líka alltaf mjög meðvitaðir um heilsu plantanna og gæði jarðvegarins og nota því aldrei slæm efni nema af ítrustu varkárni og neyð. Vínin þeirra eru þó ekki 100% lífræn skv. ströngustu reglum. Engu að síður geta þau verið 100% lífræn, a.m.k. sum, í þeim árgöngum sem veðurfar er hagstætt og ávöxturinn heilbrigður af náttúrulegum ástæðum. Sem sagt, gæðaframleiðendur eru líklegir til að vera allt að því- eða fullkomnlega lífrænir jafnvel þótt það komi hvergi fram á flösku með opinberum stimpli.

„Lífrænt“ er að mörgu leyti ákveðinn gæðastimpill. Yfirleitt eru lífrænir framleiðendur ekki bara ástríðufullir áhugamenn um heilbrigði lífríkisins alls heldur er þeim annt um að meðhöndla afurðina sem minnst. T.d. er líklegt að lífrænn vínframleiðandi noti minna súlfat og bæti minni sykri (ef það er leyfilegt á annað borð) o.s.fr.v. en framleiðendur geta víða notað hvort tveggja og samt kallast lífrænir. Hugtakið er því hægt misnota, t.d. lífræn vara sem framleidd er einungis til að uppfylla það skilyrði án þess að vera annt um gæði hennar að öðru leyti.

Vín & matur flytur inn nokkur 100% lífræn vín, ekki út af því að þau eru lífræn heldur út af því að þau eru góð.

Fontodi Chianti Classico
Mas de Gourgonnier Les Baux de Provence
Casa de la Ermita Organic Crianza

Færðu inn athugasemd

Filed under fontodi, lífrænt, mas de gourgonnier

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s