Arnaldo Caprai – vínframleiðandi ársins 2006

Gambero Rosso, vínbiblía ítölsku Slow Food samtakanna, hefur valið vínframleiðanda ársins 2006 (Cantina dell’anno) á Ítalíu og fellur það í skaut eins af okkar framleiðendum, Arnaldo Caprai. Á forsíðu tímaritsins er Marco Caprai skælbrosandi undir fyrirsögninni „Mister Sagrantino“. Sagrantino er þrúgan sem Marco hefur hafið svo eftirminnilega á stjörnuhimininn.
Minnsta rauðvín framleiðandans Poggio Belvedere 2003 er nú fáanlegt í Vínbúðunum Heiðrúnu og Kringlunni. Það er létt og ferskt rauðvín úr þrúgunum Sangiovese og Canaiolo. Nýlega datt úr sölu Montefalco Rosso 2001 sem er glæsilegt rauðvín úr Sangiovese, Sagrantino og Merlot af ekki óáþekkum stíl og standard og bestu rauðvín Chianti Classico. Nokkrar flöskur sem eftir eru af þessu víni má sérpanta hjá Vín & mat á 1.890 krónur. Aðalvínin eru þau sem eru gerð 100% úr Sagrantino þrúgunni, Collepiano og 25 Anni, en þau fást sem stendur eingöngu á Holtinu (Collepiano 2000) og á La Primavera og Argentínu (25 Anni 2001). Best er að hafa samband til að tryggja sér eintak af næsta árgangi þessara tveggja vína því magnið er takmarkað og fyrstu tveir árgangarnir hafa selst upp, vinogmatur@internet.is.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, caprai, gambero rosso

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s