Monthly Archives: maí 2006

Áfengi minnkar líkur á hjartasjúkdómum

50.000 danir geta ekki haft rangt fyrir sér.

Færðu inn athugasemd

Filed under fréttir, heilsa, rannsóknir

Hvítt, hvítt, rósa, rósa, rósa, rautt, rautt, rautt, rautt…

Fyrstu vínin sem Vín og matur flutti inn byrjuðu í reynslusölu fyrir nákvæmlega þremur árum síðan. Þau voru tvö, rautt og hvítt.

Margt vín hefur runnið til sjávar síðan.

Núna 1. júní og 1. júlí hefja um tuttugu ný vín reynslusölu í Vínbúðunum. Aldrei hafa svo mörg vín verið flutt inn á svo skömmum tíma. Tvö þeirra eru góðkunningjar, Chianti Classico og Tiziano frá Rietine, en hin eru öll ný. Þessi syrpa af nýjum vínum er liður í átaki Víns og matar að efla úrval meðaldýrra vína í portfólíunni því flest kosta þessi vín á bilinu 1.300 til 1.800 krónur. 13 vín koma frá Languedoc í S-Frakklandi, fjögur frá Spáni, eitt hvítvín frá d’Arenberg í Ástralíu og eitt rautt frá Umani Ronchi á Ítalíu – þeim sama og gerir Casal di Serra. Tvö hvítvín, þrjú rósavín og restin rauðvín.

Færðu inn athugasemd

Filed under d'arenberg, rietine, umani ronchi, vínbúðirnar

´Bestu kaupin – Sumarvín´ í Gestgjafanum

Í dag fór hitinn í garðinum í 16°C, spurning um að fara að setja niður vínvið. Í svona hitabylgju fer maður að hugsa um sumarvín. Þau þurfa að renna ljúflega niður og eru best aðeins kæld, jafnvel vel köld ef um hvítvín, rósavín eða freyðivín er að ræða. Maður sötrar þau úti á palli, í bústaðinum, á svölunum, úti í horni eða bara hvar xsem er. Ég hef t.d. prófað að drekka sumarvín úti í bílskúr.

Að mati Gestgjafans er Moscato d’Asti Bricco Quaglia „sumarvín!“. Það er líka „Bestu kaupin“.

Það er líka „jafnvel kynæsandi“ að mati Þorra og skorar hann „á alla lesendur Gestgjafans að verða sér úti um eina flösku af þessu einstaka víni“. Hmmm… hversu margar flöskur eru það og hverjar verða afleiðingarnar ef svo margir drekka svo kynæsandi vín?.

„Bestu kaupin – Sumarvín!
La Spinetta Moscato d’Asti Bricco Quaglia 2005 (Ítalía) – 4 glös
Hér er sumarvínið komið. Ég skora á alla lesendur Gestgjafans að verða sér úti um eina flösku af þessu einstaka víni og ég er ekki í nokkrum vafa um að flöskurnar eiga eftir að verða fleiri. Vínið er úr þrúgunni moscato (eða muscat blanc á petits grains eins og hún heitir á frönskuskotnu alþjóðamáli vínfræðinnar) og er léttfreyðandi enda þekkjum við þessa þrúgu líka í freyðivíninu Asti. Það er ljósstrágult að lit með meðalopna angan af hvítum blómum, rúsínum, marsípani og appelsínu en það er í munninum sem öll gæði þess koma í ljós og maður verður furðu lostinn yfir því að hægt skuli vera að gera svo ljúffengt vín sem jafnframt er svona létt og sætt. Einn helsti kostur þess er hversu lítið alkóhól er í því, einungis 4,5%, og því verður það einstaklega létt, þokkafullt og jafnvel kynæsandi fyrir vikið. Það er hálfsætt en aldrei yfirborðslegt, með kitlandi sýru og létta kolsýru í þokkabót ásamt bragðglefsum af appelsínum, kryddi og rúsínum. Kælið það vel niður og bjóðið sumarið velkomið með þessu einstaka víni.
Í reynslusölu vínbúðanna 1190 kr. Mjög góð kaup.
Hiti: 4-6°C. Geymsla: Ekki geyma. “

– Gestgjafinn

Færðu inn athugasemd

Filed under dómar, Gestgjafinn, la spinetta

Decanter stólar á The Footbolt

Breska víntímaritið Decanter velur á hverju ári 50 bestu rauðvínskaupin að þeirra mati. Vínin sem verða fyrir valinu eru ekki vín sem slá í gegn það skiptið heldur þurfa þau að hafa sannað gæði sín og góð kaup í gegnum árin. Þetta eru vín til að stóla á.

Okkar vín, Casa de la Ermita, frá Spáni var valið á þennan lista fyrir þremur árum en nú er það The Footbolt frá d’Arenberg sem hlýtur þann heiður.

Það sem er merkilegt við þennan lista er að Decanter hefur valið 7 rauðvín frá S-Ástralíu sem er meira en frá nokkru öðru vínhéraði veraldar. Frakkar leiða listann á þjóðarvísu með 19 rauðvín af 50 og síðan Ítalir með 9.

The Footbolt fékk 19/20 í Morgunblaðinu síðastliðið haust. Það fæst í Vínbúðunum Heiðrúnu og Kringlunni á 1.700 kr og á Business Class vínlistanum hjá Flugleiðum.

Færðu inn athugasemd

Filed under casa de la ermita, d'arenberg, dómar, decanter, flugleiðir, morgunblaðið