´Bestu kaupin – Sumarvín´ í Gestgjafanum

Í dag fór hitinn í garðinum í 16°C, spurning um að fara að setja niður vínvið. Í svona hitabylgju fer maður að hugsa um sumarvín. Þau þurfa að renna ljúflega niður og eru best aðeins kæld, jafnvel vel köld ef um hvítvín, rósavín eða freyðivín er að ræða. Maður sötrar þau úti á palli, í bústaðinum, á svölunum, úti í horni eða bara hvar xsem er. Ég hef t.d. prófað að drekka sumarvín úti í bílskúr.

Að mati Gestgjafans er Moscato d’Asti Bricco Quaglia „sumarvín!“. Það er líka „Bestu kaupin“.

Það er líka „jafnvel kynæsandi“ að mati Þorra og skorar hann „á alla lesendur Gestgjafans að verða sér úti um eina flösku af þessu einstaka víni“. Hmmm… hversu margar flöskur eru það og hverjar verða afleiðingarnar ef svo margir drekka svo kynæsandi vín?.

„Bestu kaupin – Sumarvín!
La Spinetta Moscato d’Asti Bricco Quaglia 2005 (Ítalía) – 4 glös
Hér er sumarvínið komið. Ég skora á alla lesendur Gestgjafans að verða sér úti um eina flösku af þessu einstaka víni og ég er ekki í nokkrum vafa um að flöskurnar eiga eftir að verða fleiri. Vínið er úr þrúgunni moscato (eða muscat blanc á petits grains eins og hún heitir á frönskuskotnu alþjóðamáli vínfræðinnar) og er léttfreyðandi enda þekkjum við þessa þrúgu líka í freyðivíninu Asti. Það er ljósstrágult að lit með meðalopna angan af hvítum blómum, rúsínum, marsípani og appelsínu en það er í munninum sem öll gæði þess koma í ljós og maður verður furðu lostinn yfir því að hægt skuli vera að gera svo ljúffengt vín sem jafnframt er svona létt og sætt. Einn helsti kostur þess er hversu lítið alkóhól er í því, einungis 4,5%, og því verður það einstaklega létt, þokkafullt og jafnvel kynæsandi fyrir vikið. Það er hálfsætt en aldrei yfirborðslegt, með kitlandi sýru og létta kolsýru í þokkabót ásamt bragðglefsum af appelsínum, kryddi og rúsínum. Kælið það vel niður og bjóðið sumarið velkomið með þessu einstaka víni.
Í reynslusölu vínbúðanna 1190 kr. Mjög góð kaup.
Hiti: 4-6°C. Geymsla: Ekki geyma. “

– Gestgjafinn

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under dómar, Gestgjafinn, la spinetta

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s