Vín og matur vikunnar

Vitiano Bianco og túnfiskhnetupastað hennar Rakelar

Snerpa og ferskleiki Vitiano hvítvínsins smellpassar við svona einfalt pasta. Þau komplementera hvort annað og upphefja kosti hvors annars. Hvítvínið er brakandi og hjónabandið í einfaldleika sínum sumarlegt á sinn hátt. Seltan í pastanu, túnfiskurinn og hneturnar stemma sérstaklega vel við hvítvínið. Annað pasta sem mér dettur í hug sem myndi passa vel með hvítvíninu væri hið ofureinfalda spagettí með hvítlauk og steinselju, skvettu af olífuolíu og kannski sterkum, rauðum piparflögum.

Máltíðin er holl, létt og snörp, manni líður eins og nýbrýndum hnífi á eftir.

Túnfiskhneturpasta:
500 gr. spagettí
3/4 dl valhnetur
3/4 dl furuhnetur
1/2 dl ólífuolía (t.d. Fontodi eða Rietine)
2 dl grænar ólífur (ef sítrónufylltar ólífur finnast þá sleppa safanum hér neðar)
Safi úr hálfri sítrónu (ekki of mikið ef hún er stór)
2 góðir sellerístönglar
4-5 hvítlauksrif
1 dós túnfiskur í vatni (hella vatninu af)
Allt saman sett í mixer og hakkað niður í grófa kremáferð og síðan saltað og piprað eftir smekk. Blandað saman við pastað þegar það er tilbúið. Borið fram með rifnum parmeggiano osti.

Buon appetito!

Færðu inn athugasemd

Filed under falesco, matur, uppskrift

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s