Vitiano 2004 — Polkagott rauðvín

Smelltu á þennan hlekk til að þessa að hlusta á, já hlusta, hvað þeir hjá Winexperience segja um Vitiano 2004 sem þeir völdu WOW – Wine Of the Week – í síðustu viku – dálítið fyndið.

Ég heiti Arnar Bjarnason, ég er hrifnæmur maður. 

Stundum finnst mér eitthvað vín svo gott að ég verð æstur og finnst eins og það sé ekki til nógu magnað lýsingarorð til að ná yfir upplifunina. Næst væri að bresta í söng en ég get aldrei lært neina texta utanað. Kannski næ ég í harmónikkuna sem Rakel gaf mér í jólagjöf næst þegar mér verður orðavant yfir ágæti víns, og spila polka.

Vitiano rauðvínið frá Falesco er eitt af þessum vínum sem mér finnst svona polkagott. Verðið er líka bara grín, 1.390 kr. Þetta var eitt af kjarnavínum okkar en féll þaðan út fyrir jól. Restarnar fást reyndar ennþá í hinum og þessum vínbúðum en þegar þær klárast sæki ég aftur formlega um fyrir vínið á reynslu og verður það þá bara fáanlegt í Heiðrúnu og Kringlunni nema það komist aftur í kjarna.

Ég er ekki sá eini sem finnst vínið svona gott. Vitiano er eitthvert mest viðurkennda vín sem við flytjum inn. Ekki furða þar sem Cotarella bræðurnir framleiða það, annar yfirmaður hjá Antinori en hinn frægasti vínráðgjafi Ítalíu. Robert Parker hefur kallað það „one of the greatest dry red wine bargains in the world“. Það eru kannski milljón ólík vín framleidd í heiminum og því er það nú bara dágott að vera talið ein bestu rauðvínskaupin af áhrifamesta vínspekúlanti veraldar – finnst mér. Ítalska vínbiblían, Gambero Rosso, valdi 2001 árganginn bestu rauðvínskaup Ítalíu. Síðan gaf Steingrímur í Morgunblaðinu því 18/20 og Þorri valdi það vín mánaðarins í Gestgjafanum. Eiginlega er ekki hægt að slá þetta. Og þó, bandaríska víntímaritið Wine Spectator sem kallaði 2003 árganginn bestu rauðvínskaup Ítalíu og gaf honum 88 stig var nú nýlega að gefa 2004 árganginum 90 stig sem hlýtur að tryggja þessu víni enn frekar sess sem ein bestu rauðvínskaup Ítalíu, eða heimsins alls eins og Parker segir á sinn hógværa hátt.

A wine with lovely balance and clean plum, berry and chocolate character, medium body and polished tannins. The perfect house wine—a great value. Sangiovese, Merlot and Cabernet Sauvignon. Drink now through 2010. 200,000 cases made. From Italy.  90/100 – Wine Spectator.

Einkunnir segja ekki allt. Lestu um vínið á vefsíðu okkar til að verða einhverju nær hvernig  það bragðast.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under dómar, falesco, gambero rosso, Gestgjafinn, morgunblaðið, robert parker, vangaveltur, wine spectator

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s