Bordeaux en primeur

Ekki gengur nógu vel að finna 2005 Bordeaux en primeur, eða futures eins og það kallast á ensku. 2005 árgangur er einhver mest „hæpaði“ árgangur í sögunni og nú eru verið að selja vínin fyrirfram. Ég hef ekki fundið ásættanleg verð.

Stóru slotin eru að skríða á markaðinn núna, t.d. bauðst mér Chateau Palmer 2005 á 150E og á vínið þá eftir að fara í gegnum íslenska skattaorgíu við komuna til landins sem yrði eftir tvö og hálft ár u.þ.b. Ég ætla að halda áfram að leita, best að hringja í einhverja tengiliði í Bordeaux.

Það er nefnilega ekki hægt að kaupa beint af Bordeaux framleiðendum heldur láta þeir vín sín í hendur umboðsmanna (sem leggja á) sem selja til negocianta (sem leggja á) sem loks geta selt mér (sem leggur á) sem þarf að lokum að selja í gegnum átvr (sem leggur á 19%) með vsk (24.5%).

Parker gagnrýnir frægu slotin, eins og fram kemur í þessari grein hjá Decanter, að draga lappirnar í því að koma þessum future-um á markað (vaninn er að gera það nokkuð fyrr) því með þeim hætti eru þau að hámarka verðin fyrir vínin sín sem voru á okurverði fyrir og misnota þá miklu eftirspurn sem hvílir á þessum 2005 árgangi. Hugsanlega verða þá 2005 future-in ekkert svo góð kaup eftir allt og alveg eins gott að kaupa vínin þegar þau koma sjálf á markaðinn eftir rúm tvö ár.

Það verður tíminn líklega að leiða í ljós.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under bordeaux, decanter, vangaveltur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s