Hörpuskelfiskspagettí og Chateau Mourgues du Gres

Fersk tómatsósa hússins er af einföldustu sort. Teknir eru þroskaðir tómatar, skornir í fernt og settir á heita, þurra pönnu ásamt lauk sem líka hefur verið skorinn í fernt. Þetta mallar í svona 10-15 mínútur þar til tómatarnir eru vel linir. Þá er lauknum fleygt (eða notaður í eitthvað annað), hýðið og fræin tekin úr tómötunum og þeir síðan maukaðir í sósu. Við notum sérstakt apparat sem við keyptum á Ítalíu sem skilur hýðið og fræin frá safanum en hugsanlega er hægt að setja þetta í mixer (án hýðis samt) og síðan sigta fræin frá. Þessi sósa er líka fyrirtak á pizzur.

Sósan sem úr verður (fyrir þessari uppskrift duga 6-7 tómatar) er sett aftur á pönnu við vægan hita og bætt út í 2 msk. ostrusósa, ½ saxaður chilipipar (rauður), salt og hvítvínsskvetta. Stór hörpuskelfiskur (u.þ.b. 400 gr.) er skorinn í teninga (eða lítill hörpuskelfiskur notaður) og soðinn í sósunni í 2-3 mínútur. Þá er pannan tekin af hellunni og bætt út í 1 tsk. af fersku, rifnu engiferi, 2-3 pressuðum hvítlauksrifjum og pipar og salti eftir smekk. Sósunni er þá hellt út í soðið spagettíið (u.þ.b. 400 gr.) og bætt við fersku kryddi að vild (við notuðum salvíu, rósmarín og tímjan).

Rétturinn er dálítið sterkur þar sem í honum er chilipipar og duga þá engin of þurr eða flókin rauðvín eða hvítvín. Hinn sultukenndi ávöxtur rauðvínanna frá Chateau Mourgues du Gres gerir þau alveg prýðileg með þessum rétti. Þau hafa ákveðinn ferskleika, ekki síst ef borinn fram við 15-16°C. Spagettí er jú líka soðið í Frakklandi. Af hvítvínum þarf ilmrík og dálítið sæt vín eins og Gewurztraminer frá San Michele Appiano, Keller Riesling Von der Fels (þarf að sérpanta) eða bara freyðandi og hálfsætt Moscato d’Asti frá La Spinetta.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under appiano, keller, la spinetta, mourgues du gres, pasta, uppskrift

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s