Languedoc flækja

Sumir segja að Frakkar hafi flóknasta vínsvæðakerfi veraldar. Þótt kerfið sé sett upp með því markmiði að skilgreina vín eftir staðsetningu og gæðum getur það reynst hið flóknasta mál fyrir óreynda að skilja út frá lestri miðans hvað er hvað.

Í Languedoc er ekkert „Grand“ eða „Premiere“ til að undirstrika hæstu mögulegu gæði heldur urmull vína sem eru flokkuð eftir svæðum innan héraðsins, síðan svæðum innan svæðanna og svæðum innan þeirra svæða — o.s.frv.

Þannig er A.O.C. Coteaux du Languedoc svæði innan Languedoc héraðsins. Pic Saint Loup og Montpeyroux eru síðan svæði innan A.O.C. Coteaux du Languedoc en hið fyrra er svokallað sub-zone á meðan hið fyrra er ennþá þrengra þ.e.a.s. svokallað „terroir“ innan sub-zone (í tilfelli Montpeyroux er það terroir innan Terrasses du Larzac sem er sub-zone innan Coteaux du Languedoc).

Ég rakst á þessar fínu vefsíður sem greiða aðeins úr þessari flækju. Önnur er fyrir Languedoc héraðið í  heild sinni en hin er sérstaklega fyrir Coteaux du Languedoc.

Færðu inn athugasemd

Filed under frakkland, fræðsla, languedoc

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s