Chateau de Flaugergues fær 19/20 í Mbl. + fleiri vín frá Languedoc

Ég var ekki fyrr búinn að tilkynna þá glæsilegu einkunn sem CFCLCS (Chateau de Flaugergues Coteaux du Languedoc Cuvée Sommeliere) fékk í Wine Spectator, 92 stig, þegar Mogginn góði datt inn um lúguna með volgum einkunnum frá Steingrími. Þar fjallar hann í Tímariti Morgunblaðsins um sex vín undir fyrirsögninni „Suður-frönsk fyrir sólríka daga (ef og þegar)“ og eru fjögur þeirra frá okkur.

Ég er ánægður með lýsingar Steingríms, þær fanga vel andann í vínunum og einkunnirnar góðar, ekki síst fyrir Chateau de Flaugergues sem fær 19 stig af 20 mögulegum.

Mér finnst gaman að Steingrímur skildi benda á, í gamansömum tóni, að L’Oncle Charles væri sérsniðið fyrir íslenska sólpalla þar sem vínið bæri eftirnafnið „Sur la Terrace“. Ef það verður fólki hvatning til að kaupa vínið, þótt ekki nema 10% pallaeigenda (sem er u.þ.b. 10% þjóðarinnar allrar) þá verð ég ríkur maður! Einkunnin fyrir vínið var reyndar ekki svo há þótt hún væri að mínu mati passleg fyrir þetta vín, 15/20, en lýsingin var svo skemmtileg að hver veit nema að fólk fylkist til að kaupa vínið enda er það „létt og ljúft“… pallavín! — í jákvæðri merkingu þess orðs.

Steingrímur bendir á að þessi suður-frönsku vín séu kjörin sumarvín nema það vanti bara sumarið á Íslandi, en við hjá Vín og mat viljum benda fólki á að hitinn og sólin í vínunum sé ekki síður kjörin til þess að hita kalda kroppa og naprar sálir en skjólveggir og gashitarar.

Nú er komið hér í búðirnar vín sem virðist sérsniðið að íslenskum þörfum, því það ber heitið Sur la Terrace eða „Á pallinum“. Sur la Terrace mætti raunar einnig útleggja sem „Á veröndinni“, sem borgaralega sinnuðum Frökkum þætti eflaust henta betur. L’ONCLE CHARLES SUR LA TERRACE [2005] Cabernet Sauvignon-Merlot er létt og ljúft suður-franskt vín með mildum sólberja- og kirsuberjaávexti í nefi, sæmilegri lengd í munni og þurrt. 1.350 krónur. 15/20.CHATEAU MOURGUES DU GRES LES GALETTES ROUGE 2004 er vín frá franska Miðjarðarhafssvæðinu Costieres de Nimes á milli borganna Nimes og Arles. Mourgues du Gres er talið vera eitt besta — ef ekki hið besta — vínhús svæðisins og í þessu víni má finna flestar helstu þrúgur Suður-Frakklands, Syrah og Grenache ásamt Carignan og Mourvèdre. Kryddað og heitt í nefi með lakkrís, smjördeigi, vanillu, bleki, rabarbarasultu og svörtum berjum. Skarpt og kryddað í munni, langt, þurrt og þykkt. 1.600 krónur. 17/20
Annað vín frá sama framleiðanda er CHATEAU MOURGUES DU GRES TERRE D’ARGENCE 2004 og kemur það einnig frá Costieres de Nimes-svæðinu. Dæmigert suður-franskt vín með ríkjandi Syrah í þrúgublöndunni. Dökkur og heitur rauður berjaávöxtur ásamt þroskuðum plómum, ólívum og ferskum kryddjurtum. Þykkt og feitt í munni með góðri lengd. 1.900 krónur. 18/20

CHATEAU DE FLAUGERGUES COTEAUX DE LANGUEDOC [CUVEE SOMMELIERE 2003] er suður-franskt vín í hæsta gæðaflokki. Þetta vínhús er staðsett skammt frá Montpellier — einungis þremur kílómetrum frá miðbænum — og þrúgublandan er dæmigerð fyrir Miðjarðarhafssvæðið, Mourvèdre og Syrah með 40% hvor og Grenache loks 20%. Dökk sæt ber, ilmolíur/reykelsi, lavender. Vín til að smjatta á, yndislegt frá fyrsta sopa, þykkt, mjúkt og djúpt með sætum og óneitanlega nokkuð áfengum ávexti. Vín til að bera fram með grilluðu nautakjöti, krydduðu með engu öðru en sjávarsalti og nýmuldum pipar, eða grilluðu lambalæri. 1.750 krónur. 19/20

Morgunblaðið 16.7.2006 — Tímarit Morgunblaðsins bls. 20, höf: Steingrímur Sigurgeirsson

Færðu inn athugasemd

Filed under dómar, flaugergues, morgunblaðið, mourgues du gres

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s