Spagetti islandese

Spagettí á heimili foreldra minna þegar ég ólst upp var í mínum huga bara til í einni útgáfu, með nautahakki. Ef ég stóð móðir mína að því að setja eitthvað annað í sósuna (t.d. kúrbít!) eða reyndi að sjóða spagettíið „al dente“ fór ég allt að því í hungurverkfall. Málamiðlunin mín var tómatsósan sem ég notaði ósparlega.

Þetta hefur breyst.

Pasta kemur í öllum útgáfum á heimili okkar Rakelar með öllu mögulegu grænmeti, fiski og kjöti. Eiginlega er kjötið í minnihluta. Tómatsósunni er ég sem betur far vaxinn upp úr en vitni segjast hafa séð til mín brúka hana með köldu, dagsgömlu lasagna.

Hakkspagettíð er annars efni þessa bloggs því þann rétt eldum við oft en í mismunandi útgáfum. Uppskriftir sjást sjaldan og er þessi hér fyrir neðan dálítið ónákvæm eftir því:

Smátt skorinn laukur (1stk) er steiktur varlega á pönnu og síðan bætt fljótlega út í smátt skornum gulrótum (2-3 stykki)og sellerí (1-2 stykki). Mallað þar til orðið nokkuð mjúkt án þess að brúnast. Oft notum við bæði ólífuolíu og smjör til að steikja upp úr í einu en passa að setja bara lítið. Rauðvín eða hvítvín (svona eitt glas), eða bæði, er bætt við á þessu stigi en gott að setja smávegis á meðan kjötið er að brúnast. Nautahakkið (1 pakki) er sett út í og þegar það er brúnað bætast við tómatar úr dós (1 dós). Maldon salt og svartur pipar. Blandað saman við 500gr af spagettíi, vænum slurki af ólífuolíu hellt yfir og ferskum parmeggiano þegar pastað er komið á diskana. Gott að hafa smá Maldon salt og pipar við höndina eftirá til að bæta við ef þarf.

Mikið flóknara er það ekki.

Önnur útgáfa af þessu er dálítið góð. Þá sleppum við tómötunum í dósinni og notum svínahakk í stað nautahakksins. Grænmetið má halda sér, í aðeins minna magni samt, og bætt við heilum fennel-lauk. Ef fennel laukur fæst ekki er gott að setja fennelfræ út í, við setjum þau reyndar alltaf þótt við notum laukinn líka. Svínahakkið og fennelið gefur sósunni blæ af því sem Ítalir kalla salsiccia, sem er léttkrydduð pylsa seld hrá. Út á pönnuna blandast svo hálfur til heill peli af rjóma. Það er gott að setja örlítið tómatpaste til að gefa lit og kraft. EKKI sleppa léttvíninu, það er alltaf betra.

Á vef BBC getur þú síðan séð hvernig á að elda hið eina sanna kjötpasta, Spagetti bolognese

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under uppskrift

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s