Ævintýraleg björgun úr vínkjallara (aka – Matarboð hjá H og J)

Það er fátt skemmtilegra en matarboð hjá góðu fólki.

Hildigunnur tónskáld og Jón Lárus tölvukall buðu okkur fjölskyldunni í mat í gær, og Birni Friðgeiri KB manni og viskubrunni. Þetta er í annað sinn sem við förum þangað. Við hlökkuðum mikið til eftir fyrra skiptið því þau eru listakokkar og mikið vínáhugafólk. Við smökkuðum þrjá árganga af nýsjálensku Chardonnay, Stonleigh 1999-2001. Það er oft talað um hversu stöðug vínin eru frá þessu heimshorni og átti ég því von á litlum breytingum milli árganga en það kom á daginn að þau voru hvert öðru ólíka. Mjög skemmtilegt. Heildarstíll vínsins er tvímælalaust góður og vísaði aðeins í áttina til Chablis (sérstaklega 1999) svo maður haldi nú áfram að bera öll Chardonnay við Mekkað sjálft, þe. Búrgúnarhéraðið.

Við drukkum svo áfram þessi vín með forréttinum og aðalréttinum. Forrétturinn var svo góður; ferskt pasta fyllt með þistilhjörtum (ferskum!) og ricottamixi borið fram með salvíusmjöri. Mmmmmm… Þeir sem hafa prófað að verka þistilhjörtu vita hversu mikið þolinmæðisverk það er að komast að kjarnanum. Laxinn í aðalrétt var líka góður. Stoneleigh vínin úr Chardonnay þrúgunni pössuðu vel með báðum réttum. Eftirréttur var heimalöguð Pavlova sem er svona semi-súkkulaðimarens með þeyttum rjóma og ferskum berjum. Allt er gott sem endar vel.

Á undan eftirréttinum var opnað eitt rauðvín frá Argentínu sem hjónin keyptu í Danmörku. Það var eftirminnilega gott, að mestu úr Malbec og þroskað í franskri eik í 18 mánuði eða svo. Nafni þess er haldið leyndu enn sem komið er af hernaðarlegum ástæðum.

Þá var haldið í vísindaferð niður í vínkjallara til að rannsaka hvert yrði lokavín kvöldsins. Þeir sem hafa vínbakteríuna vita að eitt af einkennunum er að missa tímaskynið í vínkjöllurum. Þeir geta því verið hættulegur staður, ekki síst þegar aðrir matargestir bíða. Okkur var bjargað naumlega af húsfrúnni. Fyrir valinu varð Stonewell Shiraz 1999 frá hinum ástralska Peter Lehman. Mikið og flott vín sem leið kannski aðeins fyrir það að vera svona aftarlega á dagskránni. Gaman að smakka hvað keppinautar okkar manna í Ástralíu eru að gera.

Takk kærlega fyrir okkur.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under vín

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s