Ný gagnrýni í Morgunblaðinu: 17 18 18 17

Ný gagnrýni í Morgunblaðinu.

Um Santagostino vínin tvö, rauða og hvíta, hefur Steingrímur fjallað áður, fyrir næstum þremur árum síðan. Hann gaf rauða 18 stig og hvíta heil 19 auk þess að velja það á sérstakan lista það árið, svokallaðan top 10 lista. Þar sem þessi langi tími var liðinn fannst mér ástæða að láta hann hafa nýja árganga af þessum vínum og í tilefni þess að þau voru að byrja aftur í sölu eftir stutta útlegð.

Í nýju greininni fjallar Steingrímur líka um Montepulciano d’Abruzzo frá Umani Ronchi sem er mjög ánægjulegt matarvín með ítalskan sveitasjarma. Steingrímur talar um hráan ávöxt og fjóshaug á jákvæðum nótum sem er miklu meira heillandi kokteill heldur en það gæti hljómað. Þau karaktereinkenni minntu okkur á rauðvín frá Bordeaux.

Einnig ferskt og mjúkt rauðvín frá Alicante á Spáni, Laderas de El Sequé. Artadi víngerðin er á bak við þetta vín sem hlotið hefur víða góð viðbrögð fyrir að vera mikið fyrir lítið

      „UMANI RONCHI MONTEPULCIANO D’ABRUZZO 2004 er rauðvín frá sama framleiðanda og hið vinsæla hvítvín Casal di Serra, sem er ekki bara vinsælt hér á landi heldur einnig eitt besta Verdicchio-vínið frá Castelli di Jesi-svæðinu. 
     Þetta rauðvín er einfalt en gott matarvín (90% Montepulciano og 10% Sangiovese) með nokkuð kröftugum og hráum ávexti, kryddað og með smá fjóshaug í nefi. Vín fyrir góða pastarétti. 1.300 krónur. Góð kaup. 17/20 
     En þá til Sikileyjar og vínframleiðandans Firriato og nýrra árganga af Santagostino-vínum þess, sem áður hafa verið gestir hér á síðunni, enda einstaklega frambærileg vín. 
     FIRRIATO SANTAGOSTINO ROSSO 2002 er rauðvínið í seríunni. Þroskaðar plómur, kókos, vanilla og leður. Í munni heitur ávöxtur en hreinn og þéttur, rúsínur og lakkrís ásamt góðri lengd. 1.690 krónur. 18/20 
     FIRRIATO SANTAGOSTINO BIANCO 2005 er hvítvín í sömu línu, blanda úr þrúgunum Cataratto og Chardonnay. Ferskjur, sítrus, ferskar jafnt sem þurrkaðar og sykurhúðaðar sítrónur. Rjómamjúkt í nefi sem munni en þó með ferskri og þægilegri sýru. 1.690 krónur. 18/20 
     
LADERAS DE EL SEQUÉ MONASTRELL-SYRAH-CABERNET 2005 er rauðvín frá Alicante á Spáni. Það er svolítið Valpolicella-legt í stílnum og þá í jákvæðum skilningi. Mikill og bjartur og heillandi ávöxtur, kirsuber og sólber, sæt og seiðandi, þétt og mjúkt í munni, þykkur áfengur og ljúfur ávaxtasafi, laus við tannín, eik og annað sem truflar stundum. 1.450 krónur. 17/20“ (Tímarit Morgunblaðsins13.8.2006, Steingrímur Sigurgeirsson)

Færðu inn athugasemd

Filed under artadi, ástralía, ítalía, dómar, El Seque, firriato, morgunblaðið, spánn, umani ronchi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s