Granny Smith, niðursoðnar apríkósur, fjólur og hjólbarðagúmmi

Það kennir ýmissa hjólbarða í gagnrýni Steingríms í Tímariti Morgunblaðsins síðasta sunnudag.

     „LA SPINETTA BRICCO QUAGLIA MOSCATO d’ASTI 2005 léttfreyðandi vín frá Norður-Ítalíu með sætum eplum, allt frá fölgrænum út í Granny Smith í nefi ásamt dísætum og þroskuðum perum. Parfúmerað með nokkurri sætu, svolítið „dekadent“ vín. Einungis 4,5% í áfengi. 1.290 krónur. 17/20 
     D’ARENBERG THE HERMITAGE CRAB McLaren Vale Viognier Marsanne 2004 er hvítvín frá McLaren Vale í Ástralíu, flaskan með skrúfutappa. Rauðvínin frá D’Arenberg hafa verið í sölu um nokkurt skeið og hef ég fjallað um þau áður enda frábær vín þar sem hinar rauðu þrúgur Rónardalsins í Frakklandi sýna á sér skemmtilega hlið. Hér eru það hins vegar hinar hvítu þrúgur Rónardalsins, marsanne og viognier, sem eru í aðalhlutverki. 
     Niðursoðnar apríkósur, ferskjur perur með örlitlum mangó-ávexti í nefi. Kröftugt og ávaxtamikið í munni, feitt með vott af hnetukeim. Fínn fordrykkur og mætti jafnvel reyna með ostum. 1.600 krónur. 18/20 
     ARTADI OROBIO 2004 er ungt og þægilegt vín frá Rioja á Spáni. Það er gert í nútímalegum stíl, þar sem eik og þroski eru ekki í aðalhlutverki heldur kröftugur og ferskur ávöxtur Tempranillo-þrúgunnar þótt vissulega gæti einnig sætra eikaráhrifa í hófi. Rauð ber, kirsuber og hindber ásamt fjólum, kjötmikið og ungt. Nútímalegt og vel gert Rioja-vín. 1.600 krónur. 17/20 
     MAS NICOT COTEAUX DE LANGUEDOC 2003 er sólríkt vín frá Suður-Frakklandi, mjög þroskuð sólber, sviti, hjólbarðagúmmí og Fisherman´s Friends brjóstykur í nefi. Sem sagt hinn ágætasti kokkteill. Öflugt og langt í munni. 1.450 krónur. 18/20“ (Morgunblaðið 20.8.2006, Steingrímur Sigurgeirsson)

Og síðan ein „Mjög góð kaup“ úr Gestgjafanum að lokum. Því miður er vínið góða sem um ræðir hætt í sölu en fæst áfram með sérpöntun (ath. útsöluverð).

CHIARAMONTE NERO D’AVOLA 20034 GLÖS
Af einhverri ástæðu hafa Íslendingar ekki verið nógu duglegir við að tileinka sér vín úr þrúgunni nero d’avola og það þrátt fyrir að vín úr þessari þrúgu séu ákaflega matarvæn og í flestum tilfellum á hagstæðu verði. Þetta vín kemur frá Sikiley (eins og önnur vín úr þessari þrúgu) og frá víngerðinni Firriato sem flestir áhugamenn ættu að þekkja að góðu. Það hefur meðaldjúpan, fjólurauðan lit og meðalopinn ilm af sultuðum kirsuberjum, lakkrís, dökku súkkulaði, þurrkuðum ávöxtum, málmi og spritti. Þetta er kannski ekki flóknasti ilmur sem hægt er að komast í tæri við en hann er sérlega áhugaverður og ávaxtaríkur. Í munni er vínið þétt, langt og vel byggt með góða sýru og mjúk tannín. Það býr yfir glefsum af svörtum, sultuðum kirsuberjum, dökkum berjum, eik, súkkulaði og lakkrís. Verulega ánægjulegt vín sem er gott með flestum dekkri Miðjarðarhafsmat, rauðu kjöti og margvíslegu sjávarfangi líka (merkilegt nokk).
Í reynslusölu vínbúðanna 1490 kr. Mög góð kaup.
Hiti: 16-18°C. Geymsla: Drekkið núna og til 2009. “ (Gestgjafinn 8. tbl. 2006, Þorri Hringsson)

Færðu inn athugasemd

Filed under artadi, ástralía, ítalía, d'arenberg, dómar, firriato, frakkland, Gestgjafinn, la spinetta, mas nicot, morgunblaðið, spánn

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s