Monthly Archives: september 2006

Vín mánaðarins í Gestgjafanum – Castello di Querceto Chianti Classico 2004

Ný kraftur tók við vínrýni Gestgjafans í nýjasta tölublaðinu sem kom út í vikunni, mæðginin Dominique og Eymar.

Það er okkur því sérstök ánægja að eiga fyrsta Vín mánaðarins hjá þessu nýja og öfluga vínteymi.

Castello di Querceto 2004 fær fjögur glös og heiðurstitilinn „Vín mánaðarins“ að auki. Tvö önnur vín frá okkur fá þarna prýðiseinkunn, Laderas de El Seque 2005 frá Artadi víngerðinni færð 3 1/2 glas og Mas Nicot 2003 fær 3 glös.

Þar fyrir utan mæla þau þau með okkar vínum á tveimur stöðum í blaðinu. Með Chili rækjunum á bls. 63 mæla þau með ástralska Hermit Crab hvítvíninu frá d’Arenberg og með spænsku pylsu- og ólífusalati á bls. 60 mæla þau með Laderas de El Seque frá Spáni.

CASTELLO DI QUERCETO CHIANTI CLASSICO 2004 – 4 glös + Vín Mánaðarins
Þessi Chianti Classico er einfaldlega æðislegur. Sveitakeimurinn er það fyrsta sem maður finnur með tóna af kirstuberjum, leðri og anís í bakgrunninum – sannkallað hugleiðsluvín. Því miður gerist það allt of oft þegar svona vín, sem ilma yndislega, eru annars vegar að maður verður fyrir vonbrigðum þegar þau eru smökkuð. Ilmurinn býður upp á svo mikið en bragðið nær ekki að fylgja á eftir. Það er svo sannarlega ekki raunin með þetta vín þar sem bragðið heldur uppteknum hætti. Margslungið og kröftugt með þægileg tannín og fágaða byggingu. Prófið það með nauta-carpaccio, gröfnu kjöti og lambalundum.
Verð 1.790 kr. – Mjög góð kaup. Fæst í Heiðrúnu, Kringlunni og Hafnarfirði.
Okkar álit: Frábært þegar keimur samsvarar angan eins og hér, hrein unun frá upphafi til enda.LADERAS DE EL SEQUE 20053 1/2 Glas
Þetta er eina vínið frá Alicante sem er fáanlegt í Vínbúðunum og er það synd, ef dæma má af gæðum þessa víns. Af því er skemmtilega aðlaðandi ilmur sem einkennist af miklum og skemmtilegum ávaxtakokteil. En það er margt annað í glasinu og má þar einnig finna voitt af eik, jarðveg og ávöxt. Þetta er ungt vín og kraftmikið með góða byggingu en það eina sem vantar upp á er smáfylling og mætti ávöxturinn vera aðeins meira áberandi í munni eins og hann er í nefi. Það mætti prófa að umhella því. Þetta vín væri tilvalið með spænskum réttum, svo sem kryddpylsum og tapasréttum sem innihalda kjöt.
Verð 1.450 kr. – Mjög góð kaup. Fæst í Heiðrúnu og Kringlunni.
Okkar álit: Mjög þjóðlegt vín, virkilega aðlaðandi og gott matarvín. Eina vínið frá Alicante og skemmtileg viðbót frá Spáni

MAS NICOT ROUGE 2003 3 glös
Loksins eru vín frá Suður-Frakklandi að taka við sér og á síðastu mánuðum hefur úrvalið af þeim snaraukist í Vínbúðunum. Hér er á ferðinni hefðbundin Languedoc-blanda, GSM (Grenache, Syrah og Mourvedre), sem Ástralar hafa einnig verið að prófa með fínum árangri. Mas Nicot er svolítið lokað í nefi en opnast með tímanum í glasinu. Þar er að finna vott af þroskuðum ávöxtum, jafnvel sultuðum, marsípan og jarðveg. Þetta ár, 2003, var eitt það heitasta í lengri tíma og er sennilegt að það hafi mótað þetta vín. Mikil, en góð, tannín ráða ferðinni ásamt góðri sýru og ávexti sem gefur víninu ágætis jafnvægi. Prófið það með pörusteikinni og lambakjöti með sætu meðlæti.
Verð 1.450 kr. – Góð kaup. Fæst í Heiðrúnu og Kringlunni.
Okkar álit: Erfiður árgangtur af góðu víni – umhellið því.

– Gestgjafinn, 10. tbl. 2006.

Færðu inn athugasemd

Filed under artadi, castello di querceto, chianti classico, d'arenberg, dómar, El Seque, Gestgjafinn, mas nicot, vín mánaðarins

Gambero Rosso – Tre Bicchieri 2007

Það er enginn einn guð (aka Robert Parker) á Ítalíu þegar kemur að víngagnrýni. Ábyrgðin dreifist á nokkrar vínbiblíur og sú áhrifamesta, Gambero Rosso/Slow Food útgáfan, heldur úti nefndum fyrir sérhvert hérað landsins sem veita viðurkenningar fyrir sitt svæði frekar en að stóla á smekk einnar persónu.

Æðsta viðurkenning Gambero Rosso eru glösin þrjú, TRE BICCHIERI.

Tre Bicchieri 2007 listinn var að koma út. Kíktu á hann.

Okkar framleiðendur eiga þarna nokkur vín: Barbaresco Starderi Riserva 2001 frá La Spinetta, Barbera d’Asti Superiore Bionze 2004 frá La Spinetta, Marciliano frá Falesco, Granato 2004 frá Foradori, St. Valentin Sauvignon Blanc 2005 frá San Michele Appiano, Ribeca 2004 frá Firriato, Montevetrano 2004, Flaccianello 2003 frá Fontodi, Collepiano 2003 frá Arnaldo Caprai og Plenio 2003 frá Umani Ronchi.

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, dómar, gambero rosso, slow food, tre bicchieri

Enskar ólífur í nýju loftslagi

Ég veit ekki hvar þessar loftslagsbreytingar enda en mér líst ekki alveg á það.

Eins og er erum við ein þeirra þjóða sem myndi ekki kvarta yfir nokkrum plúsgráðum til viðbótar. Hvar það gæti endað hins vegar er annað mál.

Ætli við getum einhvern tímann ræktað ólífur, vín og te eins og Bretarnir?

Færðu inn athugasemd

Filed under loftslag, vangaveltur

Viðtal við Robert Parker

Ég tók ekki viðtal við hann.

Þeir hjá l’Express í Frakklandi gerðu það.

Færðu inn athugasemd

Filed under robert parker, viðtal

Hin fimm fræknu – Í hvaða vínbúðum fást kjarnavínin okkar?

Öll vín hefja feril sinn í aðeins tveimur vínbúðum, Heiðrúnu og Kringlunni. Þá kallast þau óbreytt reynsluvín en eiga möguleika á stöðuhækkun í kjarnaflokkinn ef þau seljast nógu mikið. Kjarnavín fá dreifingu í fleiri vínbúðir en formúla ræður því í hvaða og hversu margar búðir þau fara. Formúlan tekur flestar ákvarðanir en verslunarstjórar hafa líka eilítið svigrúm til að velja hvaða kjarnavín þeir vilja bjóða viðskiptavinum sínum upp á. 

Við eigum 5 kjarnavín sem stendur. Hin fimm fræknu fást í þessum vínbúðum:

Casal di Serra (18 vínbúðir): Kringlunni, Heiðrún, Eiðistorgi, Smáralind, Hafnarfirði, Akureyri, Egilsstöðum, Dalvík, Hveragerði, Austurstræti, Holtagörðum, Stekkjarbakka, Spöngin, Dalvegi, Garðabæ, Keflavík, Mosfellsbæ, Selfossi.

Fontodi Chianti Classico (12 vínbúðir): Kringlunni, Heiðrún, Eiðistorgi, Smáralind, Hafnarfirði, Akureyri, Austurstræti, Holtagörðum, Dalvegi, Garðabæ, Mosfellsbæ, Sauðurkróki.

Castello di Querceto Chianti Classico Riserva (5 vínbúðir): Kringlunni, Heiðrún, Eiðistorgi, Smáralind, Akureyri.

The Laughing Magpie (13 vínbúðir): Kringlunni, Heiðrún, Eiðistorgi, Smáralind, Hafnarfirði, Akureyri, Austurstræti, Garðabæ, Mosfellsbæ, Sauðurkróki, Keflavík, Ísafirði, Hvolsvelli.

Vitiano Bianco (5 vínbúðir): Kringlunni, Heiðrún, Eiðistorgi, Smáralind, Akureyri.

Færðu inn athugasemd

Filed under castello di querceto, d'arenberg, falesco, fontodi, umani ronchi, vínbúðirnar

MW – Master of Wine

Master of Wine gráðan breska hefur í hálfa öld verið sú eftirsóttasta fyrir fólk sem starfar í vínbransanum, bæði verslunarmenn og blaðamenn/rithöfunda. Þeirra meistaraprófsgráða. Þar til fyrir um 20 árum síðan var hún eingöngu fyrir Breta en nú er hún opin öllum. Aðeins u.þ.b. 250 manns frá 20 löndum hafa gráðuna í dag. MW er að mestu leyti sjálfsnám þar sem viðkomandi þarf að hafa mikla smökkunarreynslu og þekkja inn á öll ólík svið vínheimsins, allt frá markaðsmálum til víngerðar. Prófin eru ströng og lítið hlutfall hlýtur gráðuna sjálfa á endanum. Margir helstu vínfrömuðir Breta, svo sem Hugh Johnson og Jancis Robinson, hafa MW gráðu.  Höfuðstöðvarnar eru í London.

San Fransisco Cronicle fjallaði nýlega um MW gráðuna í áhugaverðri grein.

Færðu inn athugasemd

Filed under hugh johnson, jancis robinson, london, master of wine, menntun

Massakjör (amazing value)

Þeir í súpernova notuðu mikið orðið „awesome“. Robert Parker notar „amazing“

Hann fær aldrei nóg af Vitiano rauðvíninu, frekar en við hin. Honum finnst það „amazing“.

Okkur finnst það massakjör.

NB. Nýjum árgangi, 2005, gefur Parker líka 89 stig.

Hann er væntanlegur.

The 2004 VITIANO ROSSO (89 points) is an equal part blend of Sangiovese, Cabernet Sauvignon, and Merlot, aged three months in small oak barrels. This serious effort possesses a deep ruby/purple-tinged color as well as lovely aromas of black currants, licorice, dried herbs, and earth. An amazing value, it boasts remarkable texture, medium body, and pure, ripe berry flavors. Drink it over the next 1-2 years.- Robert Parker The Wine Advocate, ágúst 2005

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, dómar, falesco, robert parker