Límmiðar á vínflöskurnar

Sagan er löng.

Líklegast eru um tvö ár síðan við tókum þá ákvörðun að merkja öll vínin okkar með litlum límmiða. Mikið hefur verið hugsað síðan. All nokkur mótíf voru sett fram, mörg þeirra glæsileg en samt einhvern ekki alveg á þeim nótum sem við vorum að reyna að spila.

Svo tókst það.

Við erum ánægð með niðurstöðuna.

Ef við höfum rétt fyrir okkur verður litli miðinn sá gæðastimpill sem við teljum að vínin okkar eigi skilið. Hann er líka hógvær á sinn hátt, truflar útlit flöskunnar ekki of mikið og hefur ákveðna tegund af lími svo megi fjarlægja hann tiltölulega auðveldlega.

Svo verður líka auðveldara að finna vínin okkar í hillum vínbúðana.

Miðinn er í 12 mismunandi útgáfum. 19. aldar dýra- og plöntumyndir skreyta hvern þeirra fyrir utan „Vín og matur“ og „www.vinogmatur.is„. Svo er hönnunin mismunandi líka upp að vissu marki. Við köllum það lifandi lógó. Myndefni miðanna hefur ekkert endilega tengingu við vínin sem þeir prýða, svínið getur farið á hvaða vínflösku sem er enda miðarnir settir af algjöru handahófi.

2 athugasemdir

Filed under límmiðar, vínbúðirnar

2 responses to “Límmiðar á vínflöskurnar

  1. Bakvísun: Hvaða límmiði finnst þér bestur? «

  2. Benedikt Karl Gröndal

    Mér finnst límmiðinn með asnanum flottastur. Hann er jafnframt mjög stílhreinn og það er sál í honum. Það hefur meira aðdráttarafl finnst mér. Asninn gefur þessu líf og hlýju.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s