Robert Parker og hið nýja „Team America“

Robert Parker var að taka til hjá sér. Daniel Thomases sem ráðinn var fyrir ekki svo löngu til að fjalla um ítölsk vín fyrir Wine Advocate útgáfu Parkers er hættur og sömuleiðis Pierre Rovani, hinn umdeildi Búrgúndísérfræðingur sem hefur verið fylginautur Parkers til fjölda ára og var lengi eini aðstoðarmaður hans.

„The times they are changing“ segir Parker í ávarpi á vefsíðu sinni www.erobertparker.com. Parker sjálfur hefur minnkað jafnframt við sig og ætlar eingöngu að smakka Bordeaux, Kaliforníu og Rhone ásamt Provence.

En hvernig ætlar hann þá að fjalla um öll vínin?

Til sögunnar koma Antonio Galloni sem Parker hefur ráðið til að fjalla um ítölsk vín. Galloni er menntaður tónlistarmaður með viðskiptagráðu úr MIT og hefur á skömmum tímam skotið sér á stjörnuhiminn vínsmakkara með ítarlegri Piemonte skýrslu sinni. David Schildknecht hefur verið sóttur úr heildsölustarfi sínu til að fjalla um fjölmörg lönd allt frá Nýja Sjálandi til Mið-Vesturríkja Bandaríkjanna, þ.á.m. hið ofurviðkvæma Búrgúndíhérað, og Dr. J. Miller hefur verið ráðinn úr starfi sínu sem stjórnandi vínbúðar í Baltimore til að fjalla um Spán, Ástralíu og S-Ameríku. Mark Squires sem hefur eigin vefsíðu auk þess að halda utan um umræðunetið á vefsíðu Parkers mun fjalla um Portúgal.

Þeir, ásamt Parker, eru hið nýja „Team America“ — eins og Parker orðar það sjálfur.

Hvernig þetta kemur til með að hafa áhrif á einkunnagjöfina verður spennandi að sjá.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under robert parker, vefsíður

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s