Casal di Serra í Atlasi barnanna

Ég var að fletta í Atlasi barnanna, bók sem Gréta dóttir mín á, þegar ég sá að á landakorti af Frakklandi voru m.a. tvær myndir af vínflöskum, önnur yfir Champagne héraði og hin yfir Bordeaux. Þegar ég gáði betur sá ég að þetta voru ekki bara einhverjar gerviflöskur heldur voru þetta þekkt vín frá þekktum framleiðendum með réttum miða.

Mér var hugsað til landakortsins af Ítalíu og get ekki leynt því að ég var svona með hugann við það að hugsanlega fyndi ég þar vín frá okkur hangandi yfir t.d. Toskana héraðinu. Ólíklegt samt þar sem hundruðir þúsunda af víntegundum finnast þar í landi.

Viti menn, leyndist ekki mynd af Casal di Serra, hvítvíninu okkar frá Umani Ronchi og okkar vinsælasta víni frá upphafi.

Þetta fannst mér fyndið. Ha ha ha. Miðinn á víninu var reyndar gamall, síðan áður en við byrjuðum að flytja inn vínið svo ekki var þetta nú vín úr hillum vínbúðanna sem myndin var tekin af enda útgáfan bresk (í ísl. þýðingu).

Menn eru að koma myndum í dagblöð og tímarit eftir krókaleiðum en barnabækur…!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under umani ronchi, vangaveltur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s