Vín mánaðarins í Gestgjafanum – Castello di Querceto Chianti Classico 2004

Ný kraftur tók við vínrýni Gestgjafans í nýjasta tölublaðinu sem kom út í vikunni, mæðginin Dominique og Eymar.

Það er okkur því sérstök ánægja að eiga fyrsta Vín mánaðarins hjá þessu nýja og öfluga vínteymi.

Castello di Querceto 2004 fær fjögur glös og heiðurstitilinn „Vín mánaðarins“ að auki. Tvö önnur vín frá okkur fá þarna prýðiseinkunn, Laderas de El Seque 2005 frá Artadi víngerðinni færð 3 1/2 glas og Mas Nicot 2003 fær 3 glös.

Þar fyrir utan mæla þau þau með okkar vínum á tveimur stöðum í blaðinu. Með Chili rækjunum á bls. 63 mæla þau með ástralska Hermit Crab hvítvíninu frá d’Arenberg og með spænsku pylsu- og ólífusalati á bls. 60 mæla þau með Laderas de El Seque frá Spáni.

CASTELLO DI QUERCETO CHIANTI CLASSICO 2004 – 4 glös + Vín Mánaðarins
Þessi Chianti Classico er einfaldlega æðislegur. Sveitakeimurinn er það fyrsta sem maður finnur með tóna af kirstuberjum, leðri og anís í bakgrunninum – sannkallað hugleiðsluvín. Því miður gerist það allt of oft þegar svona vín, sem ilma yndislega, eru annars vegar að maður verður fyrir vonbrigðum þegar þau eru smökkuð. Ilmurinn býður upp á svo mikið en bragðið nær ekki að fylgja á eftir. Það er svo sannarlega ekki raunin með þetta vín þar sem bragðið heldur uppteknum hætti. Margslungið og kröftugt með þægileg tannín og fágaða byggingu. Prófið það með nauta-carpaccio, gröfnu kjöti og lambalundum.
Verð 1.790 kr. – Mjög góð kaup. Fæst í Heiðrúnu, Kringlunni og Hafnarfirði.
Okkar álit: Frábært þegar keimur samsvarar angan eins og hér, hrein unun frá upphafi til enda.LADERAS DE EL SEQUE 20053 1/2 Glas
Þetta er eina vínið frá Alicante sem er fáanlegt í Vínbúðunum og er það synd, ef dæma má af gæðum þessa víns. Af því er skemmtilega aðlaðandi ilmur sem einkennist af miklum og skemmtilegum ávaxtakokteil. En það er margt annað í glasinu og má þar einnig finna voitt af eik, jarðveg og ávöxt. Þetta er ungt vín og kraftmikið með góða byggingu en það eina sem vantar upp á er smáfylling og mætti ávöxturinn vera aðeins meira áberandi í munni eins og hann er í nefi. Það mætti prófa að umhella því. Þetta vín væri tilvalið með spænskum réttum, svo sem kryddpylsum og tapasréttum sem innihalda kjöt.
Verð 1.450 kr. – Mjög góð kaup. Fæst í Heiðrúnu og Kringlunni.
Okkar álit: Mjög þjóðlegt vín, virkilega aðlaðandi og gott matarvín. Eina vínið frá Alicante og skemmtileg viðbót frá Spáni

MAS NICOT ROUGE 2003 3 glös
Loksins eru vín frá Suður-Frakklandi að taka við sér og á síðastu mánuðum hefur úrvalið af þeim snaraukist í Vínbúðunum. Hér er á ferðinni hefðbundin Languedoc-blanda, GSM (Grenache, Syrah og Mourvedre), sem Ástralar hafa einnig verið að prófa með fínum árangri. Mas Nicot er svolítið lokað í nefi en opnast með tímanum í glasinu. Þar er að finna vott af þroskuðum ávöxtum, jafnvel sultuðum, marsípan og jarðveg. Þetta ár, 2003, var eitt það heitasta í lengri tíma og er sennilegt að það hafi mótað þetta vín. Mikil, en góð, tannín ráða ferðinni ásamt góðri sýru og ávexti sem gefur víninu ágætis jafnvægi. Prófið það með pörusteikinni og lambakjöti með sætu meðlæti.
Verð 1.450 kr. – Góð kaup. Fæst í Heiðrúnu og Kringlunni.
Okkar álit: Erfiður árgangtur af góðu víni – umhellið því.

– Gestgjafinn, 10. tbl. 2006.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under artadi, castello di querceto, chianti classico, d'arenberg, dómar, El Seque, Gestgjafinn, mas nicot, vín mánaðarins

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s