Haustfundur hjá vínteyminu

Vínteymisfundur í höfuðstöðvunum síðastliðinn sunnudag.

Smökkuð voru 18 vín, þar af 10 sem við höfðum líka sent í business class vínsmökkun Flugleiða. Framleiðendurnir voru alls fjórir. Tvo flytjum við inn nú þegar, San Michele Appiano á Ítalíu og Artadi á Spáni. Sandhofer í Austurríki hef ég verið að smakka undanfarna 6 mánuði en Chateau de Montfaucon í Rhone í Frakklandi þekkt ég ekkert áður heldur höfðu þau samband með tölvupósti og sendu síðar sýnishorn þar sem mér leist vel á framleiðandann.

Hópurinn á vínteymisfundi hefur aldrei verið stærri, 10 smakkarar. Alltaf gaman en þessi fundur var sérstaklega góður.

Þetta var virkilega skemmtilegt og vínin voru yfir höfuð til fyrirmyndar. Upp úr stóðu líklegast Cabernet Sauvignon 2002  og Blaufrankisch 2004 frá Sandhofer, Pinot Nero 2004 frá San Michele Appiano og Cotes du Rhone Baron Louis 2003 frá Chateau du Montfaucon. Montefaucon línan var reyndar öll ótrúlega skemmtileg, t.d. hið venjulega Cotes du Rhone og hvítvínin tvö, ekki síst 100% Viognier.

Skoðaðu myndir frá smakkinu á flickr.com

Færðu inn athugasemd

Filed under appiano, artadi, myndir, vínsmökkun

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s