Hvers vegna litlir birgjar verða áfram litlir

ÁTVR blæs í lúðrana öðru hverju og heldur sérstaka þemadaga í Vínbúðunum. Hátíðarvín heitir svokallað síðasta þema ársins, það kemur á mikilvægum tíma þegar vín seljast mun meira en í öðrum mánuðum ársins.

Hver birgir fær að tilnefna ákveðið mörg vín á þessa daga og ræður því hvort hann gefur afslátt eða ekki.

ÁTVR gefur engan afslátt.

Stórir birgjar (10 kjarnavín eða fleiri) fá að tilnefna 6 vín en iltlir birgjar (færri en kjarnavín) eins og undirritaður fá einungis 6. Skiptar skoðanir eru um réttlæti þessarar skiptingar. Ég vil meina að það eigi ekki að miða við stærð heildsalans þegar úthlutaðar eru tilnefningar hátíðarvína heldur eigi allir að fá jafnt en því eru menn í ÁTVR ekki sammála. Þeim finnst rökrétt að stóru fái fleiri. Stóru birgjarnir vilja náttúrulega fá enn fleiri ef eitthvað er.

Hvort þetta er löglegt veit ég ekki.

Ég spyr: ef stórar birgjar fá fleiri tilnefningar út af því að þeir eru stórir, hvers vegna að draga mörkin í 6 á móti 3? Má ekki bara gefa hverjum birgja tilnefningar hlutfallslega eftir stærð. Þannig gæti Ölgerðin, Vífilfell og co stjórnað hátíðarvínum í ríkinu nánast að fullu.

Er ekki nóg að þeir stjórni vöruúrvali vínbúðanna frá degi til dags, mega hátíðarvín ekki skarta meiri fjölbreytni?

ÁTVR hvetur líka til þess að tilnefnd vín séu kjarnavín en ekki reynsluvín (reynsluvín fást bara í Heiðrúnu og Kringlunni). Það finnst mér skrítið því í reynslu leynast skemmtilegustu vínin sem ÁTVR hefur upp á að bjóða og hátíðarvín og slíkir dagar eiga einmitt að vera vettvangur fyrir þessi vín til að ná til viðskiptavina, t.d. úti á landi, sem ekki sjá slík gæðavín oft í sínum hillum.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under röfl, tilboð, vínbúðirnar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s