Þrjú vín hætta í ÁTVR

Ég fór upp á lager hjá ÁTVR í dag og sótti restar af þremur vínum sem voru að hætta í sölu. Þau voru Gotim Bru frá Castell del Remei, Altavilla frá Firriato og Bandol frá Domaine Tempier.

Ef ég vil get ég sett þessi vín aftur inn í Vínbúðirnar eftir eitt ár.

Altavilla og Gotim Bru hafa þegar farið tvisvar sinnum í gegnum þetta ferli í ÁTVR. Í fyrra skiptið voru þau nokkuð nálægt því að haldast inni og jafnvel ná í kjarna en það gekk ekki á endanum. Eftir ár setti ég þau aftur inn en sagan endurtók sig, bæði duttu aftur út.

Ég ætla ekki að reyna í þriðja sinn.

Vínin eru því á sérstöku rýmingarsöluverði þar til birgðir klárast.

Það á ekki við um Bandol frá Tempier enda fór vínið aldrei inn í Vínbúðirnar með það fyrir augum að ná í kjarna enda vínið of dýrt. Til hvers þá að setja vínið þá inn í ÁTVR yfir höfuð? Tja, þar kemur líklegast hugsjónin inn í, hún getur stundum verið dálítið ópraktísk blessunin.

Bandol frá Tempier er eitt af flaggskipsvínum Provence héraðsins. Það verður hægt að sérpanta það með því að senda okkur tölvupóst en ég mun líka bjóða það í smakkpakka ásamt öðrum góðum vínum er ekki fást í ÁTVR, fyrir jól.

Færðu inn athugasemd

Filed under firriato, tilboð, vínbúðirnar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s