Montevetrano í biblíunni

Fimm vínbiblíur á Ítalíu eru gefnar út á hverju ári á Ítalíu hver frá sínum útgefandanum/höfundinum. Þær voru að koma út fyrir 2007.

Hver og ein hefur sitt einkunnakerfi og í raun breytir það frekar litlu hvaða kerfi þær nota – allar draga þær fram ákveðin vín sem bestu vín Ítalíu í það skiptið.

Merkilegt nokk að þótt oft séu einhverjar biblíanna fimm sammála um að ákveðin vín séu bestu vín Ítalíu þá gerist það ótrúlega sjaldan að allar fimm biblíurnar séu sammála.

Gambero Rosso gefur t.d. hæstu einkunn sína, glösin þrjú (TRE BICCHIERI), til næstum 300 vína.

Af þeim eru aðeins tvö sem hin fjórar biblíurnar gefa líka hæstu einkunn.

Vínin tvö þetta árið sem allar fimm vínbiblíurnar eru sammála um að séu bestu vín Ítalíu eru Galatrona 2004 frá Petrolo og okkar vín Montevetrano 2004.

Reyndar fluttum við aðeins inn Montevetrano 2001 en ég sendi póst rétt áðan til  hennar Patriziu til að athuga hvort ég ætti ennþá inni flöskurnar sem ég pantaði af 2002, 2003 og nú 2004 árganginum. Vonandi gengur það svo Íslendingar geti notið þess víns sem flestir eru sammála um að sé meðal bestu vína Ítalíu.

Í fyrra voru aðeins fleiri vín sem allar fimm biblíurnar voru sammála um að væru þau bestu eða alls átta vín. Við áttum tvö þeirra, Barolo Le Vigne 2001 frá Luciano Sandrone og Granato 2003 frá Foradori.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, dómar, fréttir, montevetrano, rauðvín

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s