Vinitaly vínsýninginn – hér kem ég

Þá er ég búinn að ganga frá flugmiðum og hóteli í Veróna um mánaðarmótin mars/apríl.

Flugmiðarnir höfðust með smá púsli enda engin bein og greið leið niður á smáflugvöllinn í Veróna.

Hótelið var erfiðara. Vínsýningin er vel sótt þannig að öll herbergi fyllast að því er virðist með árs fyrirvara. Ég sendi út um 10 fyrirspurnir í sumar auk þess að skoða heilmargar leitarvélar þangað til ég fékk loks eitt jákvætt svar sem ég tók fegins hendi. Skilyrðið mitt var að vera í miðborginni en þaðan er sýningarsvæðið í göngufjarlægð. Reyndar fékk ég boð um gistingu hjá framleiðanda á svæðinu sem á geysilega flottan kastala en þar sem ég hef ekki áhuga á vínum þeirra í bili amk. fannst mér eitthvað ómögulegt við það að sníkja þar gistingu.

Vinitaly vínsýninginer sú stærsta á ítalíu og kæmi mér ekki á óvart að hún væri sú stærsta í heimi á eftir Bordeaux vínsýningunni. Þarna koma saman nánast allir framleiðendur Ítalíu, vínkaupmenn, veitingamenn, blaðamenn og áhugafólk. Ég er ekki síst spenntur fyrir boðum á lokaðar smakkanir, matarboðum og slíku sem gefur svona ferð ennþá meira gildi.

Ég hef ekki farið nýlega, síðast gekk það ekki einfaldlega vegna þess að ég fann hvorki hótel né flug. Árið þar á undan fórum við Rakel frekar í almennilega heimsókn til framleiðandanna okkar og ferð á vínsýninguna því að mestu óþörf.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, ferðalög, vín, vínsýning

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s