Rósavín á uppleið

Rósavínsneysla í Bretlandi er 5-7% af heildarléttvínsneyslu skv. þessari grein í Beveragedaily.com.

Fyrir nokkrum árum var hún aðeins 1%.

Rósavín eru ekki bara í tísku heldur er fólk að átta sig á því hversu miklu betri rósavín eru miðað við gutlið sem það var vant að drekka þegar rósavín voru vinsæl hér í gamla daga.

Ég get ekki sagt að ég sé beinlínis að moka út rósavínum þessa dagana en það getur ekki verið tilviljun þegar tveir góðir veitingastaðir hér í borg hringja í mig að fyrra bragði og spyrjast sérstaklega fyrir um rósavín. Annar þeirra, Vox, býður gestum sínum upp á rósavínin Artazuri og Mourgues du Gres Les Capitelles.

Rósavín eru ekki bara sumarvín frekar en hvítvín. Þau eru jú gleðivín, björt, fersk og hressandi. En hver slær hendinni á móti slíkum eiginleikum í skammdeginu?

Rósavín eru sömuleiðis fjölhæf matarvín, feta stíginn milli hvítra og rauðra og geta gengið í hlutverk þeirra beggja þegar svo ber við.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under artazuri, frakkland, fréttir, mourgues du gres, spánn, vín

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s