Uppskerufréttir: d’Arenberg sleppur við þurrka og vínin hjá Fontodi klára malólaktíska gerjun

Emily hjá d’Arenberg var að svara fyrirspurn minni hvort þurrkarnir í Ástralíu næðu til þeirra (sbr. eldra blogg).

Svarið var á þá leið að þótt þurrkarnir væru á þeirra slóðum liðu þeir ekki vatnsskort ennþá. Frostið hefur heldur ekki náð í McLaren dalinn en hefur ollið miklum skaða annars staðar í S-Ástalía. Væntanlega halda hitar frá hafinu frostinu frá. Hún sagði að smávegis skúrir hefðu borist undanfarna daga og þakkaði fyrir að fá ekki úrhelli með hvelli því slíkt myndi þýða skyndilegt flóð. Hún sagði minni uppskeru að vænta þetta árið (snemma árs 2007) vegna álags á vínviðinn á veraison skeiðinu (um það leyti sem berin taka út lit).

Svo hringdi Giovanni Manetti, eigandi Fontodi í Chianti Classico, í morgun þegar ég var að keyra Rakel í vinnuna. Hann var að athuga hvenær ég ætlað að panta þar sem lítið er eftir af sumum vínum. Ég sagðist gera það í byrjun næstu viku. 2006 uppskeran lofar góðu sagði Giovanni mér. Vínin hafa öll lokið áfengisgerjun en eru stödd í þessum skrifuðu orðum í malólaktísku gerjuninni (sem breytir eplasýrum í mjólkursýru og mýkir þannig vínið) áður en þau eru sett í eikartunnurnar.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under d'arenberg, fontodi, fréttir, uppskera, víngerð

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s