Flugvellir í Evrópu aflétta banni á vökva í handfarangri

Undanfarið hefur verið bannað að taka með sér vökva í handfarangri um borð í flugvélar. Nú er verið að aflétta því banni svo framarlega sem ílátin séu ekki stærri en 100ml (barnamatur og lyf undanskilin) þar sem menn telja að fljótandi sprengiefni í svo smáum einingum geti ekki grandað flugvél á lofti.

Nú verða öll vín í veröldinni framvegis framleidd í 100ml flöskum. Orðtakið „Wine by the glass“ fær þannig alveg nýja merkingu.

Nei nei, bara að grínast. En — það verður ekki lengur hægt að kaupa vín hjá vínbændum erlendis eða í skemmtilegum vínbúðum og taka með sér um borð í vélarnir nema þá að setja góssið í ferðatöskurnar eða í trausta kassa sem hægt er að setja í almennar farangursgeymslur.

100ml hámarkið á aðeins við um vökvaílát er viðkomandi tekur með sér að heiman. Það verður ennþá hægt að kaupa stærri einingar á flugvöllunum sjálfum eftir að búið er að fara í gegnum skoðunarhliðin og taka með sér um borð í vélarnar. Það mun eflaust auka talsvert söluna í öllu er viðkemur vökva (vatn, vín, ilmvötn, tannkrem o.s.frv.) á fríhafnarsvæðinu.

Færðu inn athugasemd

Filed under ferðalög, flug, fréttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s