Bíódýnamískir framleiðendur: Foradori og Domaine d’Aupilhac

Ég bloggaði stuttlega fyrr á þessu ári um bíódýnamísk vín.

Mér var hugsað til þeirra aftur eftir að lesa góða grein í Wine Spectator „Why I Buy Bio“ eftir Matt Kramer. Kramer segir frá því í greininni að í staðinn fyrir að vísa á ákveðna heildsala eða vínbúðir þegar fólk biður hann um góð ráð um vínkaup þá segir hann því einfaldlega að kaupa bíódýnamísk vín.

Bíódýnamísk víngerð byggir á kenningum Rudolphs nokkurs Steiners (1861-1925). Hún er ekki sama og lífræn víngerð en byggir á sömu virðingu fyrir náttúrunni. Á meðan sú lífræna gengur út á náttúrulegar ræktunaraðgerðir gengur sú bíódýnamíska t.d. út á það hvenær ársins eða dagsins á að framkvæma slíkar aðgerðir (t.d. út frá stöðu tunglsins). Bíódýnamísk víngerð tekur mið af jafnvægi náttúrunnar allt frá lífríki til himintungla og er sveipuð ákveðinni dulúð. Hún er sömuleiðis nátengd sjálfsþurftarbúskap.

Hvernig þessi hugsjón skilar sér síðan í glasinu er erfitt að útskýra. Kramer dregur skemmtilega líkingu við jazz píanistann Bill Evans sem lét fingur víbra á ákveðnum nótum jafnvel þótt allir vita sem þekkja að á píanói er ekki hægt að framkvæma vibrató (amk. ekki með þessari aðferð). Við þessu átti Bill Evans svar: „…but trying for it affects what comes before it in the phrase.“. Það getur verið ómögulegt að mæla áhrif bíódýnamískrar víngerðar á vínið sjálft en viðleitnin hefur áhrif á heildarútkomuna.

Eða eins og Matt Kramer orðar það: „You could do a lot worse choosing such wines.“

Við höfum tvo framleiðendur sem, að því er best verður komist, eru bíódýnamískir: Foradori á Ítalíu og Domaine d’Aupilhac í S-Frakklandi. Þótt að í þeirra tilfellum sé bíódýnamíkin vitnisburður um metnað þeirra og virðingu fyrir náttúrunni þá má ekki taka það svo að bíódýnamík sé sjálfgefinn gæðastimpill, það eru alltaf svartir sauðir. Sömuleiðis má ekki taka það sem svo að þeir framleiðendur sem ekki gefa sig út fyrir að vera bíódýnamískir séu þar af leiðandi síðri. Margir framleiðendur ganga ekki alla leið og sumir nálgast náttúruna af álíka virðingu þótt ekki stundi þeir kenningar Steiners. T.d. er Fontodi í Chianti Classico afskaplega náttúruvænn (stundar bæði lífrænan búskap og sjálfsþurftarbúskap ásamt þyngdarlögmálsvíngerð). Kíktu á þetta blogg til að lesa viðtal þar sem viðhorf hans til bíódýnamískrar víngerðar kemur fram.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under aupilhac, bíódínamík, fontodi, foradori, jazz, lífrænt, wine spectator

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s