„Þvílíkt rauðvín“ – Domaine La Marele

Vinavisen danski fjallaði um 2002 árganginn af rauðvíninu okkar Domaine La Marèle frá Languedoc héraði í S-Frakklandi. Frédéric, eigandi Víngerðarinnar, lét mig vita af þessum dómi í tölvupósti í dag.

Vínið sem eingöngu er framleitt í 2.500 flöskum fær fullt hús stiga, 5 stjörnur af 5 og einstaka umfjöllun. „Þvílíkt rauðvín“ er orðalag sem vanir menn nota eingöngu þegar um einstakt vín er að ræða.

Á vefsíðu Vinavisen fann ég einnig dóm um Mas Nicot rauðvínið (18/20 í Mbl. og 3 1/2 glas í Gestgjafanum) sem fær 4 stjörnur af 5. Mas Nicot er nágranni Domaine La Marèle og varð það einmitt af tilviljun að ég kynntist þeim síðarnefnda á básnum þeirra á Vinisud vínsýningunni í febrúar sl.

Við smökkuðum 2002 árganginn af La Marèle en keyptum síðar 2003, 36 flöskur, og fæst hann ennþá með sérpöntun (sendu á vinogmatur@internet.is til að panta). Báðir árgangar voru erfiðir, sá fyrri blautur og sá síðari heitur, en meira er spunnið í 2003. Ef 2002 árgangur er „þvílíkt vín“, hvað myndu þeir dönsku segja um 2003?

DOMAINE LA MARÈLE 2002 [5 stjörnur]
Dyr, ja, men – sikke en rødvin. Den har en vidunderlig duft og en bred,
harmonisk og enestående smag. Den breder sig i munden med talrige facetter.
Tænk, at man kan lave så fantastisk og elegant en vin (landvin) i Languedoc.
Vinen er lavet på Syrah, Cabernet, Grenache og Carignan.

MAS NICOT ROUGE 2003 [4 stjörnur]
69 kr., Rungsted Vinhandel
En hverdags-rødvin med god frugt og struktur.“ (Vinavisen) 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under dómar, frakkland, la marele, languedoc, mas nicot, vinavisen

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s