Robert Parker bætir Breta í safnið: Wine-Journal lagt niður

Robert Parker hefur verið iðinn við kolann undanfarið í mannaráðningum eins og ég minntist á í þessu bloggi fyrir skömmu.

Nú hefur hann bætt einum kraftinum enn í safnið og er sá sóttur úr heimi bloggsins. Bretinn Neil Martin byrjaði með wine-journal.com vefsíðuna í sama mánuði og Vín og matur hóf að selja vín sín í ÁTVR, júní 2003. Þá voru tvær heimsóknir eða svo á dag á vefsíðuna hans (önnur var mamma hans) en í október sl. voru heimsóknir alls 140.000 sem er álíka mikið og vefsíða eins áhrifamest víntímarits heims, Decanter, fær.

Þetta segir eitthvað um heim bloggsins.

Það að Neil skuli vera Breti er svo sem líklegast ekki tilviljun því það eru helst Bretarnir sem hafa gagnrýnt Parker undanfarið fyrir hans miklu áhrif og smekk.

Svo virðist sem að Parker ætli að leyfa Neil að leika svolítið lausum hala á vefsíðunni sinni eins og Neil segir sjálfur og að stemning og sjálfstæði Neils muni haldast. Þetta mun allt koma í ljós á nýuppfærðri síðu Parkers sem mun verða tilbúin innan skamms.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under Blogg um vín og mat, decanter, fréttir, robert parker

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s