Góðir dropar frá Toskana: Gagrýni í Mbl. um Fontodi og Rietine Chianti Classico

Steingrímur Sigurgeirsson skrifaði  um fjögur vín frá Toskana í Morgunblaðið síðustu helgi og voru tvö vín frá okkur þar á meðal, bæði frá Chianti Classico svæðinu.

Chianti Classico er hjartað í Toskana héraðinu (jafnvel í allri Ítalíu?) og liggur á milli borgríkjanna Flórens og Siena sem fyrr um aldir háðu blóðuga bardaga um yfirráðin á svæðinu sem Flórens á endanum vann.

Það er eitthvað magnað við þetta svæði sem orð ná ekki yfir. Andrúmsloftið er mett af þessari sögu sem hefur oltið yfir hæðirnar í gegnum aldirnar. Dante í lok 13. aldar, Botticelli, Michelangelo, Medici, Vasari og fleiri. Síðari heimstyrjöldin setti líka sitt mark á hæðirnar þegar Bandamenn hröktu Nasista norður eftir skaganum og má finna leifar af skotgröfum víða. Í umhverfinu ríkir jafnvægi manns og náttúru sem á sömu stöðum virðist nánast fullkomið.

En svo maður snúi sér að greininni hans Steingríms:

„Góðir dropar frá Toscana

     Það er fátt betra en góður Chianti Classico frá Toscana með mat og það er ágætis úrval af þeim til í vínbúðunum. Hér eru tvö fantagóð – en mjög ólík Chianti-vín – sem hafa áður komið við sögu hér en nú er 2003 árgangurinn kominn í hillurnar. Kannski ekki toppárgangur (við verðum að bíða enn eftir 2004) en þó ágætur og mun betri en 2002 sem var fremur slappur í Chianti (NB. 2002 árgangur af Fontodi fékk líka 19/20 í Mbl, hvað mun 2004 þá fá?).
     Fontodi er víngarður í hjarta Chianti Classico-svæðisins, nánar tiltekið í Panzano. Vínekrurnar þekja eina 67 hektara og árið 1998 var nýtt og tæknilega fullkomið víngerðarhús tekið í notkun.
     FONTODI CHIANTI CLASSICO 2003 er hreint Sangiovese-vín og koma þrúgurnar af nokkrum mismunandi eikrum á landareigninni. Vínið er látið liggja á frönskum eikartunnum í ár áður en því er tappað á flöskur. Eikin er enn nokkuð áberandi í nefi með miklu dökku súkkulaði, vanillu og kaffi í nefi. Það hefur yfir sér þykkt og feitt yfirbragð jafnt í nefi sem munni með djúpum og góðum svörtum berjaávexti. Hefur all-massíva uppbyggingu og góða lengd. Vín til að smjatta á. Mjög góð kaup á 1.890 krónur. 19/20
     Rietine er lítið fjölskyldufyrirtæki í Gaiole í Chianti sem býr til stór og góð vín á ágætu verði. Það er stofnað af hjónunum Mario og Galinu Gaffuri-Lazarides en þau eru upprunalega frá Sviss og ráku þar Michelin-stjörnu veitingahús sem þau seldu til að geta fjárfest í vínrækt á Ítalíu.
     RIETINE CHIANTI CLASSICO 2003 er að mörgu leyti andstaða í stílnum við Fontodi. Vínið er dökkt á lit með fallegum fjólubláum hjúp, sýrumikill berjasafi, skarpur, beittur og með vott af lakrís og ferskum kryddjurtum. Breiðir vel úr sér í munni, ferskt og tannískt. Góð kaup á 1.800 krónur. 18/20
     Bæði vínin eru flott nú en munu batna næstu 203 árin hið minnsta.“ (Mbl. 10.11.2006, Steingrímu)

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under chianti classico, dómar, fontodi, rietine, vín

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s