Ný sending leggur af stað frá Ítalíu

Jólasending ársins kemur frá Ítalíu um mánaðarmótin. Ég kalla hana svo þar sem í henni verður Amedei-súkkulaðið sem við höfum verið að bíða eftir enda ekki stök stöng eftir á heimilinu.

TVG sér um að sækja þetta og koma því til landsins. Trukkur á þeirra vegum sækir 5 bretti af víni til Castello di Querceto í Toskana þar sem við höfum safnað saman nokkrum framleiðendum: Castello di Querceto sjálfum á tveimur brettum og nágranna hans Fontodi á öðrum tveimur brettum og síðan grappa frá öðrum nágranna Rietine og ofurvíninu Montevetrano saman á einu bretti geri ég ráð fyrir. Montevetrano er sá eini sem kemur frá öðru svæði en Toskana, alla leið frá Campania héraði syðst á Ítalíu.

Trukkurinn kemur líka við hjá Amedei súkkulaðigerðinni í nágrenni við borgina Pisa, einnig í Toskana áður en hann brælir upp eftir álfunni til Hollands þar sem sendingin fer í skip. Sendingin átti að fara í skip næsta miðvikudag og þá hefði hún komið til landsins 5 dögum síðar en því miður klikkaði það og henni seinkar um viku.

Þetta verður svona jólasending okkar í ár en við munum setja aðrar af stað í desember sem koma á næsta ári t.d. frá Ástralíu en þær eru heila tvo mánuði að berast á landsteinana.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under amedei, castello di querceto, chianti classico, fontodi, innflutningur, montevetrano, rietine, vín

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s