Querceto Chianti Classico og Foradori í Mbl.

Fontodi Chianti Classico 2003 og Rietine Chianti Classico 2003 fengu flotta dóma í Mbl. fyrir rúmri viku síðan. Og nú, síðasta föstudag, birtist svipuð gagnrýni um 2004 árganginn af Chianti Classico frá Castello di Querceto.

Sömuleiðis gagnrýndi hann Foradori sem hann hafði einu sinni fjallað um áður  (fékk líka 17/20) og fundist svona nokkuð gott – ekki eins gott og ég hefði viljað og sama er kannski upp á teningnum hér. Lýsing hans er reyndar fín en eitt stig til viðbótar hefði hæft þessu víni betur, jafnvel tvö. Steingrímur minnist reyndar á annað vín frá Foradori sem heitir Granato og ber því sérstaklega vel söguna („alveg hreint magnað“) eins og fram kemur í umfjöllun hans hér neðar.

     „Ég fjallaði í síðustu viku um tvö alveg hreint virkilega góð Chianti Classico-vín. Hér er eitt til viðbótar, en árinu yngra en hin tvö, frá árinu 2004, og enn einn stíllinn.
     CASTELLO DI QUERCETO CHIANTI CLASSICO 2004 er haustlegt vín með ristuðum möndlum, kryddjurtum og laufum í bland við eik og dökkrauð rifsber og kirsuber. Örlítið sprittað og fínleg eik. Í munni hreint og beint, með flottri fyllingu og kröftuga sýru og tannín. Einfaldlega gott vín sem er flott núna en mun halda sér og batna í 2-3 ár. 1.790 krónur. 18/20  
[…] Teroldego Rotaliano […] sú þrúga er nær einungis ræktuð [í] Suður-Týrol og Trentino héraði á Ítalíu. Heitið Teroldego er sagt eiga rætur sínar í þýsku og merkja Tyroler Gold eða Týrólagull. Fáir gera betri Teroldego en Elisabeta Foradori og er toppvínið hennar Granato alveg hreint magnað.
     FORADORI TEROLDEGO ROTALIANO 2003 hefur dökkt yfirbragð, byrjar með sedrusvið og kryddi en færist síðan yfir í bláberjaböku blandaðri vanillu og lakkrís. Alllangt í munni með tannínbiti. Þarf nokkurn tíma til að opna sig. 1.950 króngur. 17/20″. ( Mbl. 17.11.2006, Steingrímur Sigurgeirsson)

Færðu inn athugasemd

Filed under castello di querceto, chianti classico, dómar, foradori, rauðvín

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s