Flugleiðir velja Vín og mat á Business Class vínlistann

Ég er nokkuð ánægður akkúrat núna. Svona næstum eins ánægður og krakkarnir í Langholtsskóla sem unnu Skrekk í gær.

Inn um lúguna kom bréf frá Flugleiðum með pöntun fyrir Business Class vínlistann árið 2007.

Það eru 8 vín á vínlistanum, fjögur fyrir Evrópu Business Class (187ml flöskur) og fjögur fyrir Bandaríkja Business Class (750ml flöskur).

Af 8 eigum við 3 sem við erum eiginlega mjög ánægð með.

Þetta er þriðja árið sem við störfum með Flugleiðum. Frá stofnum Víns og matar hafa vínin okkar verið á Business Class vínlistum Flugleiða, 2007 verður fjórða árið í röð.

Hvernig fer valið fram? Birgjar senda 2-3 sýnishorn af hverju víni sem er síðan smakkað af nokkrum helstu vínsérfræðingum landsins og stóru vínteymi af hinum og þessum að auki til að gefa sem breiðasta mynd af vínunum sem eru smökkuð.

Og að vínunum þremur. Fyrst ber að nefna Pinot Noir rauðvín (750ml Business Class USA) frá San Michele Appiano, okkar framleiðanda í Alto Adige á norðurhjara Ítalíu, síðan Grecante hvítvín (750ml Business Class USA) frá Arnaldo Caprai á Mið-Ítalíu og loks sérsmíðuð hvítvínsbland (187ml Business Class Evrópa) fyrir Vín og mat frá nýjum framleiðanda, Sandhofer í Austurríki.

Þess má geta að báðir ítölsku framleiðendurnir hafa verið valdir framleiðendur ársins hjá Gambero Rosso/Slow Food.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under appiano, caprai, ferðalög, flug, fréttir, gambero rosso, hvítvín, rauðvín, sandhofer, vín

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s