Spagettí Carbonara og Vitiano hvítvín

.

Spagettí Carbonara er einn af fyrstu pastaréttunum sem við Rakel elduðum. Hann var einfaldur: steikja beikon og setja út á spagettí ásamt sósunni (rjómi, egg, parmeggiano, salt og pipar) sem léttsteiktist á heitu pastanu. Og svo gott, kalt og þurrt ítalskt hvítvín af einfaldari gerðinni með, t.d. Frascati.

Útgáfuna hér fyrir neðan fann ég hins vegar í bandaríska vín- og matartímaritinu Food and Wine og fannst okkur Rakel hún betri. Það er Cristopher Russel, veitingastjóri á Union Square Cafe í New York sem gefur hana. Hann mælir með rauðvíni úr Sangiovese þrúgunni, helst Chianti Classico. Chianti Classico frá Castello di Querceto, Fontodi eða Rietine væru  prýðileg en að jafnaði myndi ég frekar velja svalt og brakandi ferskt hvítvín þar sem rétturinn er í þyngri kantinum á pastavísu, t.d. Vitiano hvítvínið frá Falesco (systurvín samnefnds rauðvíns frá framleiðandanum).

Og þá að uppskriftinni:

Beikon (1 bréf) er skorið niður í litla bita og steikt í matskeið af ólífuolíu á meðalhita í 7-8 mínútur. Fitunni er síðan hellt af og hún geymd.

2 1/2 desilíter af rjóma hellt á sömu pönnu við vægan hita og pipar bætt útí þegar rjóminn er aðeins farinn að sjóða og síðan strax sett útí á eftir 2 1/2 desilíter af rifnum, ferskum parmeggiano og pecorino osti (við notuðum eingöngu parmeggiano). Hrært  í þar til allt hefur blandast vel saman, svona 2 mínútur. Blöndunni hellt í skál og látið aðeins kólna.

Út í blönduna er síðan hrærð 1 stór eggjarauða, steikta beikonið og 2 matskeiðar af fitunni sem var geymd. Látið kólna í ísskáp (hægt að gera sósuna daginn áður).

Síðar, á meðan spagettíið er að sjóða er sósan tekin úr ísskápinum og hituð við vægan hita. Spagettíið er látið þorna þegar það er tilbúið og hellt út í sósuna á pönnunni. Hrært og síðana borið fram t.d. með því að setja í skál eða beint á diska.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under castello di querceto, chianti classico, falesco, fontodi, kjöt, matur, pasta, rietine, uppskrift

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s