Ein matskeið af The Footbolt, tvær matskeiðar af Chianti Classico…

Ég veit það ekki, kannski var það þessi grein hans De Long sem ég bloggað um fyrir stuttu þar sem hann setti einfalt Chianti í andlitslyftingu — eða kannski var það einfaldlega vegna þess að ég var með ótal uppteknar flöskur í eldhúsinu eftir vínsmökk síðustu daga. Í fyrsta skipti síðan við byrjuðum að flytja inn vín fyrir rúmlega þremur árum síðan blandaði ég tveimur tegundum saman.

Já, ég játa. 

Samt ótrúlegt að ég hafi aldrei gert þetta fyrr. Í þágu vísindanna.

Fyrir valinu urðu rauðvínið ástralska The Footbolt og gott Chianti Classico frá Querceto. The Footbolt er eikað, sultað og berjaríkt vín en Chianti-inn er jarðbundinn, þurr. Þau gætu ekki verið ólíkari.

Útkoman var áhugaverð. Frekar en að bæta við hvort annað (þar sem ólíkir eiginleikar vínanna mættust í sama glasi) var þess húsblanda fremur hlutlaus. Þau skófu af karakter hvors annars frekar en bæta við. Ég get samt ekki leynt því að ég velti fyrir mér hvernig áströlsk vín myndu vera ef þau væru eilítið jarðbundnari og þurrari eins og þessi blanda var. En — við höfum nóg af öðrum vínum sem fylla í þann flokk og áströlsk vín eru líklegast best nákvæmlega eins og þau eru.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under ástralía, ítalía, castello di querceto, chianti classico, d'arenberg, rannsóknir, vangaveltur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s