Gestgjafinn fjallar um Pic Saint Loup 2004 og Orobio Rioja 2004

.

Í jólablaði Gestgjafans er að finna tvö vín frá okkur sem bæði fá 3 1/2 glas.

Í útskýringu á einkunnagjöf liggur þessi einkunn á milli þeirrar sem kallast „Gott“ (þ.e. 3 glös) og „Mjög gott“ (þ.e. 4 glös) en kallast sjálf „Ágætt, vantar herslumuninn“ (þ.e. 3 1/2 glas). Þessi útskýring „vantar“ finnst mér svolítið neikvæð. 3 1/2 glas er góð einkunn og vín sem hana fá þarf ekki að líta á að „vanti“ eitthvað sérstaklega upp á. Vanti upp á hvað?  Sum vín ná fullkomnun á sinn hátt, fyrir sitt svæði og verðflokk og vantar því alls ekki neitt upp á neitt þótt þau verðskuldi ekki hærri einkunn en 3 1/2 glas. Þessi neikvæða útskýring rýrir þennan annars ágæta einkunnaflokk.

Svona lítur þetta út í Gestgjafanum:

5 – „Framúrskarandi“
4 1/2 – „Frábært“
4 – „Mjög gott“
3 1/2 – „Ágætt, vantar herslumuninn“
3 – „Gott“
2 – „Sæmilegt“

Ég sting upp á þessu:

5 – „Einstakt“
4 1/2 – „Framúrskarandi“
4 – „Frábært“
3 1/2 – „Mjög gott“
3 – „Gott“
2 – „Sæmilegt“

Eða þessu:

5 – „Í stuði með guði“
4 1/2 – „Gekt gott, sko, ég meina’ða“
4 – „Mjög gott fyrir kynlífið“
3 1/2 – „All gott, mjög áhugavert, fallegur miði“
3 – „Jú jú, bara fínt, en hvað er þetta á botninum?“
2 – „Kassavín“
1 – „Þetta er eins og lýsi“

Hér er svo umfjöllunin um vínin tvö:

CHATEAU LASCAUX PIC SAINT LOUP 20043 1/2 glas
Frakkar í suðri hafa verið að sækja í sig veðrið, eftir nokkurra ára lægð, og hafa ólátabelgirnir í Languedoc gert mjög góða hluti. Þetta vín er gott dæmi um það. Ferskur ávöxtur, fjólur, krydd og lítillát eik í nefi sem skapar mjög aðlaðandi heild. Í munni er áferðin létt með þægileg tannín og góðan ávöxt (svolítið falinn) og vottar fyrir beiskju í eftirbragðinu. Þetta er vín sem er enn of ungt og má alveg geyma það í u.þ.b. 2 ár í viðbót. Ætti að fara mjög vel með grilluðu kjöti og ragout.
Verð 1.750 kr. – Góð kaup.
Okkar álit: Vel gert vín, fágað og fíngert. Það þarf að umhella því eða geyma það til að það njóti sín til fulls. Mjög aðlaðandi og margslungið – hörkumatarvín

OROBIO 20043 1/2
Það er alltaf gaman þegar framleiðendur, eins og Artadi, taka upp á því að brjóta upp hefðir og gera óhefðbundin Rioja-vín eins og þetta. Fullt af sólberjum í ilmi ásamt eukalyptus, kryddi, ferskleika og sætuvotti. Ekki beint hinn hefðbundni Spánverji úr tempranillo. Það er ferskt og milt í munni með vott af sólberjum, kirsuberjum og pipar; góð fylling. Sniðugt vín fyrir forvitna og reyndar ljómandi gott fyrir alla hina lílka. Prófið þetta með tapaskjötréttum.
Verð 1.600 kr. – Góð kaup.
Okkar álit: Skemmtilegt dæmi um mjög óvanalegt vín frá Rioja. Ekki kaupa það sem Rioja-vín, heldur nýmóðins Spánverja og það kemur ykkur á óvart. “ (Gestjafinn, 12. tbl. 2006)

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under artadi, Chateau du Lascaux, dómar, Gestgjafinn, vangaveltur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s