Cantucci smákökur úr AMEDEI súkkulaði

Leitið skjóls!

Þetta eru súkkulaðisprengjur.

Cantucci smákökur með kakói í deiginu, súkkulaðibitum og síðan hjúpaðar með súkkulaði að hálfu.

Cantucci eru þær ítölsku smákökur sem margir kalla oft Biscotti en Biscotti þýðir í raun og veru bara „kex“ á ítölsku og því réttara að nota Cantucci. Hinar ílöngu Cantucci smákökur koma í ýmsum útgáfum en sú klassíska er ljós að lit, sæt og með möndlum.

Það er búið að súkka þessa upp:

6 matskeiðar ósaltað smjör við stofuhita
2 bollar hveiti
1/2 bolli ósætt kakó
1 tsk. bökunarsódi
1/4 tsk. salt
1 bolli sykur
2 stór egg
1 bolli möndlur
1/2 bolli Amedei 70% súkkulaði skorið í smáa bita
1/2 bolli (eða meira) Amedei 70% súkkulaði brætt til að hjúpa með

(ath. bollar miðast við amerískan bolla)

Hita ofninn í 180¨C. Blanda saman hveitinu, kakóinu, bökunarsódanum og saltinu í skál. Smjör og sykur sett í aðra skál og þeytt saman þar til létt og loftkennt. Eggjunum síðan bætt út í og þeytt varlega þar til þau hafa blandast vel saman við. Sett úr báðum skálum í hrærivél og hrært þar til vel blandað saman. Möndlum og súkkulaðibitum bætt út í og hrært þar til vel blandað saman.

Deiginu skipt í tvennt og báðir hlutar settir á bökunarpappír sem hefur verið létt borið á smjör og hveiti. Báðum deighlutum er þjappað varlega niður og mótaðir þar til fremur flatir og ílangir (uþb. 7×25 cm), ekki of flatir þó. Bakað í ofni í 25 mínútur og kælt í uþb. 5 mínútur.

Skorið þversum niður með beittum hníf þannig að kökurnar verði um 2 cm á þykkt. Kökunum síðan raðað á bökunarpappír (sárið niður) og bakaðar í svona 8 mínútur.

Bræða Amedei súkkulaði og dýfa kökunum í að hálfu.

70% Amedei súkkulaði fæst í Fylgifiskum á Suðurlandsbraut.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under amedei, fylgifiskar, matur, súkkulaði, uppskrift

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s