Umræða á Decanter: er DOC í hættu vegna IGT?

.

Í nýlegri frétt á  Decanter.com var þeirri spurningu varpað fram hvort IGT flokkun vína á Ítalíu ætti ennþá rétt á sér.

Ég varpaði stuttu kommenti á fréttina þar sem ég sagði „já“, og útskýrði það aðeins nánar.

Áður en IGT flokkunin (Indicazione Geografica Tipica) var sett á laggirnar neyddust framleiðendur er vildu gera vín utan hinna hefðbundnu DOC reglna að kalla vín sín einfaldleg „borðvín“, þ.e.a.s. VdT (Vino da Tavola). Borðvín höfðu engar nákvæmar gæða- eða svæðisskilgreiningar — þau voru bara „frá Ítalíu“. Þess vegna var IGT kærkomin, flokkunin staðsetur vínið á ákveðnu svæði á Ítalíu (t.d. IGT Colli Toscani) og setur því einhvers konar skilyrði en ekki nærri eins ströng og DOC reglurnar gera ráð fyrir, t.d. leyfir IGT oft erlendar þrúgur eins og Cabernet Sauvignon eða Chardonnay. (Skoðaðu nánari útskýringur á IGT, VdT og DOC)

Eins og ég segi í kommentinum mínum á Decanter finnst mér báðir flokkar eiga rétt á sér: DOC heldur í hefðina (t.d. Chianti Classico DOC) en IGT leyfir mönnum ákveðnar tilraunir og gerir þeim kleyft að finna réttu framleiðslulausnirnar fyrir sinn víngarð. Samt verður að koma því að að DOC þýðir ekki stöðnum heldur undirgangast DOC flokkar líka breytingar og þróun þótt hægfara sé.

Gagnrýnin sú að ítölskum upprunaeinkunnum „terroir“ stafi hætta af IGT vínum þar sem þau leyfa meiri fjölbreyttni í t.d. þrúgnavali (sbr. erlendur þrúgur eins og Cabernet Sauvignon) er marklaus einfaldlega vegna þess að svo margir ítalskir framleiðendur kjósa fremur sjálfir að framleiða DOC vín eða þeir gera vín í báðum flokkum eins og algengt er í Toskana: Chianti Classico eru DOC vín en súpertoskanir eru oftast IGT (sumir eru ennþá VdT ef þeir falla í engan IGT flokk). IGT vín geta líka haft alveg jafn sterk upprunaeinkenni þótt ekki hafi þau endilega hinar dæmigerðu ítölsku þrúgur og eru kannski undir frönskum eikaráhrifum, gott dæmi er hið stórkostlega Il Sole di Alessandro frá Castello di Querceto sem skartar hússtílnum (þ.e. framleiðsluaðferðum og ekki síst jarðvegi og loftslagi landareignarinnar) þótt þrúgan sé 100% Cabernet Sauvignon.

Hér er ein dæmisaga:

Flaccianello er svokallaður Súpertoskani. Þegar Fontodi framleiddi hann fyrst fyrir einhverjum 30 árum eða svo neyddist hann til að kalla vínið VdT, þ.e. „borðvín“, þar sem Flaccianello er 100% Sangiovese og gat því ekki kallast Chianti Classico sem mátti ekki á þeim tíma hafa eingöngu Sangiovese. Síðar þegar IGT tók við fluttist vínið úr Vdt og kallaðist ekki lengur bara borðvín heldur IGT Colli Toscana Centrale (þ.e. vín frá hæðum mið-Toskana). IGT Toscana heitir vínið ennþá í dag — en — nú mega Chianti Classico vín hafa 100% Sangiovese þannig að eftir þennan hring getur Giovanni Manetti, eigandi Fontodi, eftir allt ákveðið að kalla vínið Chianti Classico ef hann vill.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, castello di querceto, decanter, fontodi, víngerð

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s