Vínsmökkun í höfuðstöðvunum

Síðbúin jólavínsmökkun var haldin í höfuðstöðvunum rétt áðan. Þar mætti nokkrir góðir samstarfsmenn Sigurjóns vinar okkar.

Á döfinni voru 6 ólík rauðvín og þótt ég sé nú farinn að þekkja þessi grey ansi vel er svona vínsmökkun alltaf lærdómsrík enda ekki á hverju degi sem ég smakka svona mörg góð vín úr okkar röðum.

Við byrjuðum á The Woodcutter´s Shiraz sem að mínu mati hefur yndislegan og ákafan ilm og hefur allt vínið reyndar raffínerast heldur í flösku síðan það barst hingað á land fyrst fyrir rúmu ári síðan. Þ.e.a.s. meiri fágun og betra jafnvægi. Fæst ekki lengur í Vínbúðunum en má sérpanta, nokkrar flöskur eftir af þessum góða 2004 árgangi frá einum heitasta framleiðanda Ástralíu, Torbreck.

Næst var á dagsskrá Montpeyroux 2004 frá Domaine d’Aupilhac í S-Frakklandi. Það vín inniheldur líka Shiraz en að vísu bara lítið því hinar þrúgurnar eru einar fjórar, Grenache, Mourvedre, Carignan og Cinsault. Það hefur afar skemmtilegan ilm eins og vínið sem kom á undan og ef til vill aðeins flóknari. Þurrasta vín kvöldsins en með góðri gæs eða hreindýri nýtur það sín til botns.

Santa Cruz 2003 frá Artazu í Navarra fær 95 stig hjá Robert Parker. Það er 100% úr Grenache þrúgunni. Það var almenn hrifning með þetta vín. Lokað vín sem þarfnast umhellingar en eftir smá stund (núna eru 4 tímar síðan það var opnað) koma fínlegri einkenni í ljós, sérstaklega er ilmurinn lúmskur og flottur og alls ekki ýktur á neinn hátt. Einfaldlega vel gert og flott vín sem hitti í mark hjá undirrituðum.

Barbera d’Asti Superiore Bionzo 2003 frá La Spinetta er nútímaleg útgáfa af Barbera þrúgunni. Eikað talsvert lengi í franskri eik, splúnkunýrri. Ef vín geta verið sexí þá er þetta eitt af þeim. Glycerín í nefi í bland við dökk ber og plómur og eikin í raun fullkomnlega integreruð. Bara, bara gott. Ekki furða þótt þetta sé eitt hæst skrifað Barberað í henni vínveröld.

Annar Ítali fylgdi á eftir. Il Sole di Alessandro 2000 frá Castello di Querceto var það vín sem ég kannski fyrirfram var spenntastur fyrir enda lýst því oft yfir (ég held reyndar að enginn hafi verið á hlusta) að það sé jafnoki frægari vína af súpertoskanakyni úr Cabernet Sauvignon þrúgunni. Ostar var það fyrsta sem menn funda í lyktinni og satt best að segja var þessi flaska aðeins ostaðri en aðrar sem ég hef smakkað. Í munni ómótstæðilegt. Sérlega vel gert vín og mjög Toskana-legt þrátt fyrir að vera úr Cabernet Sauvignon.

Að lokum var opnað megavínið með skrúftappanum, Block 6 Shiraz 2002 frá Kay Brothers. 95 stig hjá Parker (sem er eitt það lægsta reyndar sem vínið hefur fengið hjá honum, t.d. fær 2004 árg. 98 stig) og öll stigin vel til komin. 15% alkóhól, þykkt og safaríkt með áberandi sætu enda af hundgömlum vínviði. Jörð, sýra, krydd, sveit halda því hins vegar á jörðinni. Útkoman hlýtur að vera eitt af bestu vínum Ástralíu… og hananú!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under artadi, artazuri, aupilhac, castello di querceto, kay brothers, la spinetta, torbreck, vínsmökkun

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s