Ítölsk meistaravín um hátíðarnar — umfjöllun í Fréttablaðinu

Undir fyrirsögninni „Ítölsk meistaravín um hátíðarnar“ fjallaði Einar Logi um nokkur rauðvín af Toskana-kyni í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag. „Meistaravín“ er að sjálfsögðu tilvísun í sigur þeirra bláklæddu á HM í sumar.

Við eigum tvö þarna á meðal. Chianti Classico 2004 frá Fontodi og Chianti Classico Riserva 2001 frá Castello di Querceto og að því er mér sýndist voru þau janframt þau ódýrustu.

Einar Logi er félagi í Vínþjónasamtökunum og hefur verið duglegur að fjalla um vín og bætta vínmenningu. Hann fékk til liðs við sig nokkra blaðamenn og vínáhugamenn til smakka vínin og byggðist umfjöllunin á viðbrögðum hópsins.

FONTODI CHIANTI CLASSICO er afar góður kostur fyrir þá sem vilja hreint og beint chianti af betra taginu. Ferskt og ljúft og á erindi með léttari hátíðarréttum. Vel þroskað miðað við aldur, en árgangurinn er 2004. 1.890 kr.

CASTELLO DI QUERCETO CHIANTI CLASSICO RISERVA er af hinum frábæra 2001 árgangi og hér höfum við fært okkur upp um þyngdarflokk. Orðið eins gott og hefðbundið chianti vín getur orðið áður en mikið er farið að „fikta í því“ eins og stundum er sagt. 2.290 kr.“ (Fréttablaðið 21. des. 2006, Einar Logi Vignisson)

Mér finnst þessar niðurstöðulýsingar Einars mjög góðar þar sem hann nær að fanga anda vínanna á stuttu og hnitmiðuðu máli. Sérstaklega finnst mér sniðug athugasemdin „að fikta í“ síðarnefnda víninu. Hefðbundin Chianti Classico vín hafa nefnilega ákveðin heildareinkenni sem sameinar þau þótt margt ólíkt leynist með þeim líka. Þau endurspegla uppruna sinn, eru aldrei of þung, né of sæt, hafa mátulegan biturleika, ferska sýru og meðaltannín. Umfram allt eru þau aldrei of bragðmikil né of eikuð. Vín sem fara út af þessu spori eru, að undanskildum vínum sem eru einfaldlega bara óvönduð, yfirleitt vín sem búið er „að fikta í“ með t.d. mikilli eik, tæknibrellum eða hugsanlega með háu hlutfalli af framandi þrúgum  — ekki endilega vond vín heldur óvenjuleg fyrir Chianti Classico skilgreininguna. Til eru þau vín frá þessu sama svæði (Chianti Classico) sem kallast Súpertoskanir og í þeim leyfist framleiðendum nánast fullkomið frelsi til „að fikta“ og prófa sig áfram (Bloggaði um Súpertoskani nýlega).

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under ítalía, castello di querceto, chianti classico, dómar, fontodi, fréttablaðið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s