Væri ekki vín, væri ástin ekki heldur – Bakkynjur í Þjóðleikhúsinu

Það var verið að frumsýna Bakkynjur e. Evripídes í Þjóðleikhúsinu í gær. Leikritið er að mörgu leiti firnasterkt þótt á köflum hafi okkur Rakel fundist það aðeins langdregið, sérstaklega eftir hlé þegar tragedían tekur völdin og langar textarunur draga úr krafti sýningarinnar. Fékk maður á tilfinninguna að hefði kannski mátt hugsa minna um upprunalegan texta Evripídesar og meira um hina dramatísku útkomu en það er önnur saga.

Þrátt fyrir sterka framkomu Díonýsosar sjálfs í meðförum Stefán Halls og þrumandi leik Ólafs Darra voru það Bakkynjarnar sjö sem stálu senunni. Þær voru einfaldlega töfrandi, eggjandi, fallegar og ljótar, fyndnar, grátlegar og léku af miklu öryggi þrátt fyrir krefjandi hlutverk í leik, dansi og söng. Meiriháttar!

Bakkynjurnar út af fyrir sig eru næg ástæða til að sjá þessa metnaðarfullu uppfærslu. Kom kannski ekki á óvart þar sem dans þeirra er saminn af Ernu Ómarsdóttur og tónlistin af Atla Ingólfsyni. Sviðsmyndin var líka flott.

Mig langar eiginlega að sjá leikritið aftur, þarna var svo margt skemmtilegt á ferðinni.

„Væri ekki vín, væri ástin ekki heldur“ – spurning um að gera þessa setningu úr leikritinu að einkunnarorðum Víns og matar?

Smelltu hér til að fá upplýsingar um leikritið eða hér til að lesa leikhúsblogg um aðdragandann.

Færðu inn athugasemd

Filed under díonýsos, leikhús, tónlist

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s