100 Parker stig gleypt í gærkvöld

One Hundred Parker Points!

Við höfum ekki ennþá flutt inn vín sem hefur fengið 100 stig hjá Robert Parker. 99 reyndar (Run Rig 2002 frá Torbreck) en aldrei 100.

Einhverjir gagnrýna Parker (það er í uppáhaldi hjá vínskríbentum um heim allan að setja út á Parker) fyrir að gefa 100 stig því svo fullkomið vín sé og verði aldrei til. Parker hlusta ekkert á svoleiðis röfl og slengir 100 stigunum að vísu ekki oft en þegar honum sýnist.

Við drukkum eitt slíkt vín í góðum hópi í gær, það var Hillside Select 2002 frá Shafer í Kaliforníu. Ógurlega gott vín, mikið um sig en svo stílhreint og svo ferskt. En hundrað stig? Þessar einkunnir eru reyndar alltaf svolítið afstæðar og persónubundnar – en því ekki 100 stig? Vart er hægt að hugsa sér betra vín frá Kaliforníu úr Cabernet Sauvignon þrúgunni og þarf þá eitthvað að vera að spara stigin eins og nískur grís. Þetta eru nú bara tölur, og þær eru ókeypis.

Drukkum fyrst annað rauðvín sem var af allt öðrum toga enda franskt og úr hinni gjörólíku þrúgu Pinot Noir, Charmes-Cambertin Grand Cru 2000 frá Dugat-Py. Mjög heillandi vín, sérstaklega fangaði mann ilmurinn af rauðu berjunum og náttúru Búrgúndí héraðsins en helst fannst mér það sýruríkt í munni. 95 stig held ég að Parker og vinir gefi þessu víni.

Að lokum smakkaði ég lögg af Messorio 2002 frá Tenuta Ornellaia. Það var botnfylli í flöskunni sem húsráðendur höfðu opnað fyrir 2-3 dögum og frekar en að hella því í vaskinn var því hellt ofan í mig. Greinilega magnað vín á ferðinni þótt árgangur þessi hafi ekki verið einn sá sterkasti.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under robert parker, torbreck

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s