Lascaux 2004 er Smart Buy í nýjasta Wine Spectator

Febrúarhefti Wine Spectator víntímaritsins kemur út innan skamms.

Þar fær Chateau du Lascaux 2004 89 stig og titilinn „Smart Buy“.

Við flytjum líka inn hið mjög svo góða Pic Saint Loup 2003 frá sama framleiðanda. Það eru jafnvel enn smartari kaup því aðeins 150 krónur skilja vínin að í verði (1.600 vs. 1.750 kr.) en munurinn er meiri að gæðum. Pic Saint Loup er bæði bragðfyllra og heilsteyptara vín.

Bæði vínin eru óeikuð, þroskuð í sementstönkum til að viðhalda spriklandi karakter frekar en löðra hann í eik.

Mmmm… best að taka eina Lascaux 2004 upp í kveld, þ.e.a.s. núna. Er reyndar djúpsteiktur smokkfiskur í matinn og brakandi hvítvín hentaði kannski betur enda Lascaux þurrt í munni þótt það sé aðeins sætt í nefi. En það er 7 stiga gaddur úti og manni veitir ekki af allri þeirri hlýju sem næst í.

CHATEAU DU LASCAUX COTEAUX DU LANGUEDOC 200489/100 „Smart Buy“
There’s an intense rush of bright cherry and berry flavors in this crisp, well-structured, medium-bodied red. Asian spice and iron notes are well-focused on the tight, tannic finish. Drink now through 2010.“ (Wine Spectator) 

[… var að ljúka matnum og passaði vínið mun betur með smokkfisknum en ég hafði reiknað með, eiginlega smellpassaði það en þó mæli ég með því svölu, svona 13-14°C. Rauðvín eins og þetta er greinilega upplagt með svona feitum fiskrétti, það klýfur fituna og heldur máltíðinni ferskri …]

Auglýsingar

4 athugasemdir

Filed under Chateau du Lascaux, dómar, verðlaun/viðurkenningar, wine spectator

4 responses to “Lascaux 2004 er Smart Buy í nýjasta Wine Spectator

  1. Hæ — til hamingju með nýja bloggið. loksins getur maður farið að láta í sér heyra í kommentum hjá ykkur! bestu kveðjur, v

  2. Takk fyrir það! Ef þú smakkar þetta vín getur þú sagt mér hér fyrir neðan hvað þér finnst.

  3. Frábært… og rss feed líka!

  4. Gott að þér líst vel á – það eru margir kostir við að hafa þetta hérna á wordpress. Einhverjar útlitsbreytingar eru samt væntanlegar, t.d. ætlum við að reyna að hanna hægri dálk svo dálkarnir verði 3.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s